Dagfari - 01.11.2006, Page 3

Dagfari - 01.11.2006, Page 3
URNATO Með lokun bandarísku herstöövarinnar á Miðnesheiði síöastliðið haust urðu þáttaskil í stjórnmálasögu íslands. Brottför hersins felur í sér sigur fyrir íslenska friðarsinna og aðra andstæðinga herstöðvarinnar. Atburðir síðustu vikna og mánaða hafa jafnframt staófest það sem við héldum alla tíð fram, að banda- ríski herinn hefði einungis verið hér til að gæta eigin hagsmuna. Allt tal Morgunblaósins um „sérstakt trúnaðarsamband" milli ráðamanna í Reykjavík og Washington reyndist marklaust blaður þegar til kast- anna kom. Hafa ber í huga að atburðir haustsins fela ekki í sér fullnaðarsigur fyrir málstað okkar herstöðvaand- stæðinga. Enn hefur Bandaríkjaher nokkra starfsemi hér á landi, svo sem fjarskiptastöðina við Grindavík sem notuð er til samskipta við kjarnorkukafbátaflota hersins. Þá er enn á Keflavíkurflugvelli sérstaklega afmarkað „varnarsvæði" sem stjórnvöld hóta að verði nýtt undir tíðar heræfingar í framtíðinni. Sömuleiðis hljóta það að vera herstöðvaand- stæðingum vonbrigði við hvaða aðstæður í heimsmálunum brottförina ber að. Herstöðvum Bandaríkjamanna á erlendri grundu fer sífellt fjölg- andi. Stríð geysa í írak og Afganistan, hvorttveggja með beinum stuðningi Islendinga. Og sjaldan í sög- unni hefur jafnháum upphæðum verið eytt í smíði og þróun nýrra vopna. Hið nýja vígbúnaðarkapphlaup birtist meðal annars í framleiðslu litilla kjarnorku- vopna til beitingar í hernaði og endurvaktri stjörnustríðsáætlun. Þrátt fyrir þessar dökku hliðar, hljótum við herstöðva- andstæðingar að fagna. Alltof lengi hefur utanríkis- stefna ísfands miðast að því einu að sýna Bandaríkjamönnum fylgispekt, ekki hvað síst í þeim tilgangi að viðhalda hersetunni og hermanginu sem henni fylgdi. Nú fyrst er kannski von til þess að þjóðin geti skapað sér sjálfstæða stefnu í utanríkismálum þar sem aðrir þættir væru lagðir til grundvallar. Baráttumál íslenskra andstæðinga herstöðva og hern- aðar verða ærin á næstu misserum. Fyrsta krafan er tafarlaus uppsögn varnarsamningsins. Fjarlægja verður síðustu eftirhreytur hersetunnar, s.s. stöðina í Grindavík. Þá þarf að tiyggja sómasamlegan viö- skilnað herstöðvasvæðanna, en langt er síðan herstöðvaandstæðingar vöktu fyrst athygli á mengun af völdum hersins. Standa verður fast gegn hvers kyns heræfmgum og afþakka með öllu herskipakomur í hafnir landsins. Friðlýsing íslands og íslenskrar landhelgi fyrir umferð kjarnorkuvopna er for- gangsmál, en tillögur þessa efnis hafa margoft verið bornar fram á Alþingi án þess að hljóta samþykki. ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og stuðningur við árásarstríð á borð við aðgerðir NATO í Júgóslavíu og Afganistan eða hernað Bandaríkja- manna í írak verður ekki liðinn. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera á varðbergi gagnvart hvers kyns tilraunum til hervæðingar í íslensku samfélagi, en aukin áhersla ráðamanna á vopnaöar sérsveitir lögreglu, hermennskutilburðir sumra stjórnenda Landhelgisgæslunnar og störf hinnar svokölluðu „friðargæslu“ í Afganistan eru skýr dæmi um slíka öfugþróun. Friðarhreyfingin er í eðli sínu alþjóðleg baráttu- hreyfing. í gegnum tíðina hafa skipst á skin og skúrir í þeirri baráttu, en sem betur fer hefur hreyfíngin staðið sterkust þegar hennar hefur verið mest þörf. Síðustu misseri hafa aðgerðir hernaðarandstæðinga austan hafs og vestan verið svo fjölmennar og öflugar að helst má jafna við andófíð gegn kjarnorkuógninni á fyrri hluta níunda áratugarins. Því miður er alloft látið liggja í láginni að afvopnunarsamningar risaveldanna á níunda áratugnum náðust e.t.v. ekki síst vegna þess að almenningur um allan heim beitti stjórnvöld í þeim löndum miklum þrýstingi með einörðum kröfum um kjarnorkuvopnalausa veröld. Sagan sýnir að barátta okkar friðarsinna hefur skilað árangri. Við höfum verk að vinna. - Stefán Pálsson Dagfari • nóvember 2006 3

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.