Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 5

Dagfari - 01.11.2006, Blaðsíða 5
Sundahöfnina við komu herskipanna, enda búist við því að menn mundu reyna að skemma eða svívirða skipin með einhverjum hætti. Þegar líða tók aó útifundi herstöðvaandstæðinga fjölgaði talsvert í lögregluliðinu og varalið var tiltækt í rútu bak við vöru- skemmu. Fundurinn stóó í 45 mínútur, flutt var dagskrá með ljóðum og ræðum, og að sögn lögreglu komu þangað 100-200 manns (telja þó herstöðvaandstæðingar þá tölu vera hátt í tvöfalt hærri og Þjóðviljinn segir að megi „ætla að um 800 herstöðvaandstæðingar hafi verið á fundinum þegar flest var.“10). Eftir fundinn hóf fólk að syngja „ísland úr Nató og herinn burt“ og „reyndu menn síðan að komast að skipunum þar sem þau lágu við bryggjuna."11 Varnarveggur lögreglunnar þótti óárennilegur, en herstöðvaandstæð- ingar voru ekki algjörlega vopnlausir og óundirbúnir, heldur höfðu menn tekið með sér þorskhausa, fúlegg og málningu. Einn mótmælendanna hélt á gervihesthaus, til að minna á níðstöngina daginn áður. Þegar leikar fóru að æsast hófu herstöðvaand- stæðingar að kasta fyrrnefndum hlut- um að herskipunum þó þeir hafi ekki drifið. Það var þá sem lögreglan hóf kylfubarsmíðina. Bjarki Elíasson, yfirlögregluþjónn taldi „þá hafa verið nauðbeygða til þess að taka upp kylfur til þess að ryðja bryggjuna. Lögreglan hefði ekki átt von á áhlaupi sem þessu...“12 Einar Ólafsson, rithöfundur, sem lengi hefur starfað fyrir SHA segist muna helst eftir harðræði lögreglumannanna og rekur minni til þess að lögreglan hafi hafið barsmíðarnar, þó hann viðurkenni aó herstöðvaandstæðingar hafi espt þá upp og ögrað þeim. Helst man Einar þó eftir reiði meðal fólksins vegna þeirrar hörku sem lögreglan beitti. í kjölfarið á barsmíðunum hóf lögreglan að handtaka menn og reyna að tvístra hópnum, en mót- mælendurnir vildu ekki fara fyrr en búið væri að skila öllum þeim sem handteknir voru. Upp úr hálf átta fengu herstöðvaandstæðingar því framgengt að þeir handteknu voru látnir lausir, en á móti leystu þeir upp mótmælin og fólk hélt til síns heima. Þjóðviljinn greinir frá því daginn eftir á forsíðu að Vera Roth, 16 ára herstöðvaandstæðingur hafi handleggs- brotnað og þurft hafi að sauma sex spor í hægri lófa hennar. Hún sagði aö „[þjegar fólkið ruddist fram hjá lögreglunni gáfu þeir okkur högg og spörk, en þegar hópurinn fór að nálgast landgöngubrúna kallaði ein- hver löggan: Takið upp kylfurnar og beitið þeim. Smám saman hörfaði fólkið til baka undan barsmíð- inni og allt í einu reif lögreglumaður í stöngina sem ég hélt á. Af einhverri þrákelkni vildi ég ekki láta hana lausa og taldi mig vel geta haft hana á braut í góðum friði. Þá byrjaði hann að berja á hendur mínar þar til ég missti stöngina.“13 Afleiðingarnar voru handleggs- brotió og skurðurinn í hægri hendi. Kvörtuðu einnig margir yfir því að lögregumennirnir hefðu verið óeinkennisklæddir, svo ekki mátti vita hverjir það voru sem réðust á mótmælendurna með kylfum. „Ég veit ekki til þess,“ lét Bjarki Elíasson hafa eftir sér „að meiðsli hafi orðið, nema hvað blæddi úr einni stúlku, sem reif sig á stöng með þorskhaus. Þá var einn maður fluttur á sfysavarðstofu áður en átökin brutust út, en hann gætti kassa með eggjum í, en þau voru full af málningu. Maður okkur óviðkomandi steig Dagfari • nóvember 2006 5

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.