Dagfari - 01.11.2006, Qupperneq 12

Dagfari - 01.11.2006, Qupperneq 12
SÓLEYJARKVÆÐI A HLJÓMDISKI Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum var ort 1952 í andrúmslofti sárra tilfinninga vegna inngöngu íslands í NATÓ árið 1949 og herverndarsamningsins við Bandaríkin sem leiddi tii endurkomu bandarísks herliðs til Isiands 1951. Kvæðið segir í mörgum ljóðum undir ýmsum háttum frá Sóleyju sólufegri sem gengur þrautagöngu milli manna og vætta til að reyna að vekja riddarann sinn. Hann sem áður reið hvítum jó og söng þjóð sína til frelsis hefur verið stunginn svefnþorni fyrir atbeina finngálknsins úr vestri og þarf galdur - eða sannan vilja - til að vekja hann. Jóhannes vefur í ljóðin stef úr þjóðkvæðum og ljóðum eftir eldri skáld, en hann er þó ekki að segja venjulegt ævintýri heldur sögu ættjarðar sinnar á umbrotatímum. Auk stefjanna kunnu eru í kvæðinu fjölmargar vísanir til sögulegra viðburða og nýliðinna atburða þegar kvæðið var ort. Tónlist Péturs Pálssonar undirstrikar síðan einstaklega vel þá þjóðlegu skfrskotun sem gerir þetta verk svo einstakt og eftirminnilegt. SÖGUR AF SÓEEYJARKVÆÐI Hvers vegna var vinylplatan með Sóleyjarkvæði framleidd í Moskvu árið 1968? Ástæðan var sú að Æskulýðsfylkingin sem gaf plötuna út hafði ekki fjármagn til að kosta útgáfuna og engir menningar- styrkir á lausu og því varð að nota öll möguleg tækifæri. Vegna þess að íslenskir námsmenn sem höfðu verið í Moskvu og þekktu til hljóðvera þar, höfðu þeir upptökuna með í farteskinu þegar þeir fóru aftur og fengu plöturnar framleiddar fyrir mjög h'tið þar ytra. Það voru Sólveig Hauksdóttir og Haraldur S. „Ég mun sennilega seint gleyma þeirri stund sem ég í fyrsta sinn hlustaði á flutning Sóleyjarkvæðis í rússneskri rétt- trúnaðarkirkju. Ég fór til Sovétríkjanna árið 1965 ásamt nokkrum öðrum Islend- ingum, var fyrsta árið við rússneskunám við Lomonossov háskólann og stundaði síðan nám við Setsjenov læknaháskólann. Ég bjó við Frunsenskaja götu niður við Moskvuána, Setsjenovlæknaskólinn var við Piragovskístræti og við endann á því var Novodévitsje klaustrið. Á leiðiimi heim úr skólanum leit ég þar iðulega við og hlustaði á söng prestanna, sem sungu m.a. fyrirbænir fyrir kirkjugesti. Það hefur sennilega verið árið 1967 eða 1968 sem ég var beðin um að koma í hljóðver og aðstoða við að skipta ljóði á réttum stað milli A og B hliða á vinyl- plötu þar sem tæknimcnnirnir skildu ekki íslensku, en ljóðið var á segulbands- spólu. Ég var sótt upp í skóla og ekið SÓtEYJARKVÆÐI Til sölu hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, sími 554 0900. Hægt er að hringja og panta disk. Verð kr. 1.500,- Blöndal sem fóru utan með upptökuna. með mig niður í miðborg Moskvu og stoppað fyrir utan litla kirkju ekki langt frá Arbathverfinu. Ég vissi að það var mikil húsnæðisekla í Sovétríkjunum eftir alla þá eyðileggingu sem innrás Þjóðverja hafði haft í för með sér í stríðinu, en þetta var í fyrsta skipti sem ég sá að kirkja var notuð sem hljóðver. Við innganginn inni í kirkjuportinu var skilti við dyrnar sem á stóð Hljóðver. Rússneskar kirkjur eru mjög fallegar, en þarna gengu ekki um síðhærðir prestar í gullbrókaði skikkjum með reykelsisskálar, heldur voru þar ungir tæknimenn á þönum. I kirkjuhvelfingunni hljómaði síðan Sóleyjarkvæði og gleymist seint, oftar og oftar kemur ljóðið upp í hugann, einkum þegar manni verður hugsað til líðandi atburða allt í kring í heiminum í dag." Guðrún Kristjíínsdótlir, heilsugæslulæknir, Þórshöfn, Langanesi. 'k • S Ó L L Ý i n K K V .Æ Ð i 12 Dagfari • nóvember2006

x

Dagfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.