Dagfari - 01.11.2006, Side 20

Dagfari - 01.11.2006, Side 20
Efnavopn eru elsti flokkur svokallaðra gereyðingar- vopna. Hinir eru sýklavopn, kjarnavopn og geislavopn. Samkvæmt skilgreiningu efnavopna- sáttmálans sem undirritaður var í den Haag árið 1993 er efnahernaður „hvers konar hernaður þar sem eituráhrif efna eru notuð til drepa óvininn, særa hann eða gera hann óhæfan til átaka.“ Efnahernaður er því ólíkur venjulegum hernaði að því leyti að máttur vopnanna felst ekki í sprengikrafti efnanna heldur efnahvörfum þeirra við ýmsa hluta líkamans. Saga efnavopna Elsta gerð efnavopna er vafalítið eitraðir örvaroddar en dæmi eru til um notkun þeirra á steinöld, þó einkum til veiða. Ýmiss konar eiturgas hefur einnig verið notað um langa hríð, til dæmis hafa fundist um 3000 ára gamlar kínverskar uppskriftir að eitruðum eða ertandi gufum til nota i hernaði. Elstu heimildir um skipulegan efnahernað á Vesturlöndum eru frá stríði Aþeninga og Kirrumanna um yfirráð Salamiseyju í upphafi 6. aldar f.Kr.b. en þá mun lögspekingurinn Sólon hafa mengað drykkjarvatn Kirrumanna með rótum jólarósar með þeim afleiðingum að þeir fengu allir niðurgang. Einnig munu Spörtumenn hafa notað brennisteinsgufur í umsátrum um borgir Aþeninga í Pelopsskagastríðinu. Efnahernaður þótti ófinn eða óheiðarlegur þegar í fornöld, meðal annars fordæmdu Rómverjar þá varnaraðferð ýmissa germanskra ættflokka að eitra brunna á undanhaldi og töldu að stríða ætti með vopnum ekki eitri (armis bella non venenis geri). efnasamsetning taugagass • ^ Æ ^ m f - \ * # W w j n m • Á miðöldum varð ekki mikil breyting á efnahernaði en gullgerðarmenn og hugsuðir endurreisnartímans þróuðu ýmsar gerðir efnavopna, þótt þeim væri ekki beitt skipulega. Meðal þeirra sem þar lögðu hönd á plóg var Leonardo da Vinci, sem stakk upp á að búa til duftsprengjur úr arsensúlfíði og koparasetati og þeyta þeim um borð í óvinaskip. Ýmsar tegundir skeyta með eitraðri fyllingu urðu svo til á næstu öldum: í umsátrinu um Groningen 1672, lét biskupinn af Munster mylja völvuauga saman við sprengihleðslur sínar í þeim tilgangi að mynda eitraðar gufur. Breski efnafræðingurinn Lyon Playfair stakk upp á að fylla kúlur af blásýru og skjóta þeim á skip í Krímstríðinu, en herstjórnin lagðist gegn því (þó leyfði sama herstjórn notkun eitraðra brennisteins- gufa í umsátrinu um Sevastópól) og eins fór í banda- ríska þrælastríðinu þegar kennarinn John Doughty stakk upp á að skjóta fljótandi klór á Suðurríkja- menn. Segja má að skipuleg notkun efnavopna í hernaði hafi hafist í fyrri heimsstyrjöldinni. Frakkar höfóu heima fyrir dreift æstum múgi með táragasi (xýlýlbrómíði) og beittu því einnig gegn Þjóðverjum í ágúst 1914. Þjóðverjar svöruðu með táragasárás tveimur mánuðum síðar en gengu lengra næsta vor og losuðu (að ráði Fritz Haber) klórgas út í andrúmsloftið þegar vindurinn stóð á herbúðir óvinanna við Ypres. Ólíkt táragasinu sem er skammvirkt og ertandi, brennir klórinn öndunarveginn og getur því valdið köfnun. Síðar sama ár hugkvæmdist Frökkum (raunar var það Victor Grignard) að fylla skeyti af fosgeni og skjóta þeim á þýska herinn. Fosgen er eitraðra en klór en hefur svipuð áhrif á líkamann, þó er það seinvirkara þannig að einkennin koma ekki í ljós fyrr en eftir sólarhring. Enn banvænna var þó sinnepsgasið sem Þjóðverjar beittu fyrst við Ypres sumarið 1917, en það veldur bruna og blöðrumyndun á hörundi þeirra sem fyrir því verða. Til samans er talið að rúm 50.000 tonn af eiturgasi hafi veriö notuð í heimsstyrjöldinni og að það hafi drepið um 85.000 og sært tæplega 1.200.000 manns. í lok styrjaldarinnar höfðu flestar stríðsþjóðir komið sér upp talsverðum birgðum efnavopna sem var áfram beitt í öðrum heimshlutum þótt Evrópuþjóðirnar sam- mæltust um að nota þær ekki hver á aðra. Þannig notuðu Bretar sinnepsgas og fleiri efnavopn gegn 20 Dagfari • nóvember2006

x

Dagfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.