Dagfari - 01.11.2006, Síða 21

Dagfari - 01.11.2006, Síða 21
uppreisnarmönnum í írak og Afganistan á þriðja áratugnum, enda sagðist þáverandi nýlenduráðherra, Winston Churchill, vera „mjög meðmæltur notkun eiturgass gegn ósiðmenntuðum ættflokkum." ítalir fylgdu svipaðri línu bæði í Líbýu og Eþíópíu á fjórða áratugnum. Gashernaðurinn í fyrri heimsstyrjöldinni virðist hafa valdið flestum herstjórnum nægilega miklum óhug til að koma í veg fyrir verulega notkun efnavopna í þeirri síðari. Þó ber að nefna að skordýraeitrið Zyklon B, sem inniheldur blásýru, var notað í stórum stíl í útrýmingarbúðum nasista, þótt þar hafi vissulega ekki verið um hernað að ræða heldur skipuleg morð. Á stríðsárunum þróuðu Þjóðverjar einnig fyrstu taugaeitrin; tabún, sarín og sóman, þótt þau kæmust ekki í notkun. Þegar Bretar komust á snoðir um þessi nýju vopn Þjóðverjanna, hófu þeir eigin rannsóknir og smíðuðu sitt eigið taugaeitur, VX, árið 1952. Nokkrum árum síðar hættu Bretar framleiðslu og notkun efna- og sýklavopna með öllu, og þá seldu þeir Bandaríkjamönnum niðurstöður sínar um VX í skipt- um fyrir upplýsingar um kjarnavopn. Bandaríkja- menn notuðu bresku niðurstöðurnar til að þróa fleiri efni í líkingu við VX; VE, VG og VM. Áhrif efnavopna á líkamann Efnavopn eru gjarna fiokkuð eftir eðli áhrifa þeirra á líkamann. Flokkarnir eru yfirleitt sex en stundum eru síðustu tveir teknir saman. (1) Efni sem hindra afoxun súrefnis í frumum. Öll efnin í þessum flokki innihalda sýaníðhóp, sem binst járnatómi ensímsins cytokróm c oxidasa og gerir það þannig óvirkt. Þetta stöðvar alla loftháða öndun í frumunum og veldur skaða í þeim líffærum sem eru háð henni. í háum styrk veldur sýaníð yfirleitt krömp- um, hjartastöðvun og dauða á nokkrum mínútum. Dæmi um efni í þessum flokki er blásýrugas og sýanógenklóríð. Þau hafa bæði verið notuð í hernaði. (2) Efni sem mynda blöðrur á húð. Þau valda miklum sársauka og ertingu í húð, slímhúð og augum. Á húðinni myndast stórar vatnsfylltar blöðrur sem gróa mjög hægt og sýkjast oft. Efnin valda oft einnig varan- legum skaða á öndunarfærum og augum. Flestar gerðir blöðrumyndandi efnavopna teljast til tveggja fjölskyldna sinnepsefna, sem eru langflest hægvirk; einkenni koma yfirleitt fram 2-48 tímum eftir snert- ingu við efnið. Augljóst dæmi um þessi efni er sinnepsgas, en einnig má nefna lewisít sem telst til arsína. Hið fyrrnefnda hefur verið notað mikið en hið síðarnefnda komst ekki í fjöldaframleiðslu fyrr en eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þó er talið líklegt að Japanir hafi beitt því gegn Kínverjum á árunum 1933- 44. (3) Efni sem ráðast á taugakerfið. Til þessa flokks telj- ast þær tvær fjölskyldur taugaeitra sem áður voru nefndar, G-efnin og V-efnin. Virkni þeirra allra er hin sama; þau bindast ensíminu sem brýtur niður tauga- boðefnið asetýlkólín og gera það óvirkt. Asetýlkólín hleðst því upp í taugakerfinu og veldur harkalegum vöðvasamdráttum og stjórnlausu seyti hinna ýmsu kirtla, svo sem tárakirtla og munnvatnskirtla. Taugaeitur hafa sem betur fer enn ekki verið notuð mikið í skipulögðum hernaði, írakar notuðu þau þó í litlum mæli í stríðinu við írani 1981-88 og einnig í kúrdíska þorpinu Halabja árið 1988. Þá má einnig minnast hiyðjuverkaárásanna á neðanjarðarlestakerfi Tókýóborgar í mars 2005, en þar var saríngas notað. (4) Efni sem valda köfnun. Þessi efni innihalda flest eða öll klór og mynda saltsýru þegar þau komast í snertingu við vatn í öndunarfærunum. Sýran sem myndast ætir sundur himnur í lungunum, veldur vökvasöfnun í þeim og loks dauða. Til þessa flokks teljast klórgas, klórópíkrín, fosgen og dífosgen, sem öll hafa verið notuð síðan í fyrri heimsstyrjöldinni. (5) Efni sem gera fólk óhæft til athafna, það er að segja framkalla tímabundið líkamlegt og/eða andlegt ástand sem gerir viðkomandi óhæfan til að fram- kvæma skylduverk sín. Þessi efni eru opinberlega ekki talin banvæn, þótt vissulega geti þau leitt til dauða með beinum eða óbeinum hætti. Elsta dæmið um efnavopn af þessu tagi er jólarósin sem Sólon notaði og minnst var á hér að ofan. Á síðustu öld voru mörg fleiri þróuð, meðal annarra LSD og kolokol-1, sem er ópíumskylt efni og var notað með hörmulegum afleiðingum til að binda endi á gíslatöku tsétsénskra hryðjuverkamanna í leikhúsi í Moskvu árið 2002. Talið er flestir þeirra 128 gísla sem létu lífið í árásinni eða á næstu dögum hafi dáið af völdum kolokolgas- sins. (6) Efni sem valda tímabundinni ertingu í augum og/eða öndunarfærum. Eins og áður hefur komið fram hafa táragös og -úðar ýmiss konar verið notuð frá því í upphafi síðustu aldar, og þetta er eini flokkur efnavopna sem enn tíðkast að beita á almenning. Áhrif þeirra eru yfirleitt sviði í augum, táraflóð og krampar sem loka augunum. Að sama skapi geta þau valdið sviða í munni og öndunarvegi, hósta og andþyngslum. Flest þeirra dauðsfalla sem orðið hafa af notkun táragass hafa stafað af miklum skemmdum í öndunarvegi. Auk hinna eiginlegu táragasa eiga fleiri Dagfari • nóvember2006 21

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.