Dagfari - 01.11.2006, Síða 26

Dagfari - 01.11.2006, Síða 26
Gúlag okhar tíma“ / „Knýjandi yfirheyrslur“. Á ensku kallað „coercive interrogation". Hvað ætli það sé? Það er yfirheyrslu- aðferðin sem Bandaríkjaher notar gagnvart föngum sínum í stríðinu gegn hiyðjuverkum, skrauthvörf yfir það sem venjulegt fólk myndi kalla pyntingar. Já, þeir stunda pyntingar. I gríð og erg. Að segja það hér ætti ekki að vera þeim sem þetta lesa nein opin- berun. Við höfum jú flest séó myndirnar frá Abu Ghraib, og heyrt fréttaflutninginn. Bandarísk stjórn- völd hafa gefið grænt ljós á yfirheyrsluaðferðir sem brjóta í bága við sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum. Þetta eru gamlar fréttir. Til andskotans með Abu Ghraib. Það tiltekna fangelsi og allt hneyks- lið í kringum það er eins og ein blóðrauð doppa á mjög doppóttu veggfóðri. Þetta veggfóður er nýi stíllinn á heimsbyggðinni. Þetta er staóreynd. Við vitum það vegna þess að samtök á borð við Amnesty International hafa skjalfest það vel og vandlega. Amnesty International fæst ekki við gróusögur. Huldufangelsi Ársskýrsla AI 2005 getur um 25 fangelsi á vegum Bandaríkjahers í írak og 17 í Afganistan, aó ógleymd- um auðvitað búðunum í Guantanamo-flóa, geymslu- stöðum í Bandaríkjunum sjálfum, og á Diego Garcia á Indlandshafi. Og að frátöldum hinum dularfullu „svörtu stöðum" sem eitthvaó hafa verið nefndir í fjölmiðlum eins og hulduhallir, hverfandi draugar í alþjóðavitundinni. Þeir eru á víð og dreif í Austur- Evrópu, í Marokkó, Sýrlandi, Egyptalandi og á fleiri stöðum, svokölluðum þriðju löndum sem Bandaríkin framselja fanga sína til, innan sérstaks framsalskerf- is, svo þar sé hægt að stunda „knýjandi yfirheyrslur" í betra tómi. Þetta er slatti af doppum á veggnum. Enda er af nógu að taka og margir sem þarf að yfirheyra: Samkvæmt opinberum bandarískum gögnum hafa um 50.000 manns verið teknir höndum í tengslum við hernað- ar- og öryggis- aðgerðir Banda- ríkjahers í Afgan- istan og Irak. Og þá eru ekki taldir með allir aðrir sem hafa verið teknir höndum annars staðar í heim- inum og af öðrum ríkjum (t.d. 26 Dagfari • nóvember2006 Evrópuríkjunum Þýskalandi, Italíu, Bretlandi og Svíþjóð) að ósk Bandaríkjanna, og hafa í framhaldi verið fluttir í ýmsar fangabúðir þar sem þeim er jafn- vel haldið árum saman án þess að vera ákærðir fyrir nokkurn skapaðan hlut. Þeir eru ekki saklausir uns sekt er sönnuð. Þvert á móti, þeir virðast oft hvorki vera álitnir sérstaklega sekir né saklausir, heldur bara mögulega sekir og því teknir, bara til öryggis. Það sem tekur svo við hjá þessum óheppnu hræðum þegar í fangabúðir Bandaríkjanna er komið er ekki fallegt. Talsvert magn upplýsinga hefur komist í hend- ur mannréttindasamtaka eins og AI, sem gefur okkur nokkuð glögga hugmynd um það hvað á sér stað í þessum fangabúðum, t.d. í Guantanamo. Þar eru í haldi um 500 einstaklingar af 35 þjóðernum, skv. skýrslu varnarmálaráðuneytis BNA síðan í nóvember 2005. Þó er enginn opinber listi til yfir þá sem þar dúsa, svo þar gætu verið margir sem virðast einfald- lega hafa gufað upp og enginn veit hvar eru nú nákvæmlega niðurkomnir. Þeir sem lenda þarna eru gjarnan titlaðir sem „óvinveittir bardagamenn“, en það hugtak fyrirfinnst hvergi í alþjóðalögum. Litið er á vistmenn Guantanamo-búðanna sem „þá verstu af þeim verstu", þrátt fyrir að þeir hafi alls ekki verið fundnir sekir um neitt samkvæmt venjulegu réttar- ferli. Þeim er einfaldlega stungið þarna inn án dóms og laga. Örvæntingarfullar undankomuleiðir Hungurverkföll í búðunum eru tíð, og þegar mest lét var 131 fangi í viljugu svelti. Þó AI sé formlega hvorki með né á móti því að fangar í hungurverkfalli séu þvingaðir til að nærast, þá virðist það gert með þeim hætti í Guantanamo að um sé að ræða meðvitaðan níðingsskap. Þannig hefur því verið lýst m.a. af Fawsi al-Odah, sem greindi frá því hvernig slöngu var troðið uppí nef hans svo hratt að hann tók að kafna, honum fór að blæða úr nefinu og hann hrækti upp blóði. Hann fékk enga deyfingu eöa sleipiefni. Yousuf al- Shehri segir svipaða sögu. Eftir nokkurra daga verk- fall voru hann og aðrir teknir og hlekkjaðir á höndum, fótum, hnjám, höfði, um mittið og um bringuna, og voru barðir í brjóstkassann ef þeir hreyfðu sig. Svo var slöngunni troðiö upp í nef þeirra. Fáeinum dögum síðar tóku þeir aó æla upp talsverðu magni af blóði þökk sé þessari harkalegu meðferð, og á meðan hæddust bandarísku hermennirnir að þeim. Eftir tvær vikur af þessari þvinguðu inntöku voru fangarnir látnir í fimm daga einangrun og síöan voru þeir aftur teknir og sverari slöngum troðið uppí nef þeirra, enn án allrar deyfingar eða sleipiefna. Þegar þessar slöng-

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.