Dagfari - 01.11.2006, Page 28

Dagfari - 01.11.2006, Page 28
Á 9. áratug síðustu aldar var allt í hers höndum víða í Mið-Ameríku, til dæmis í E1 Salvador þar sem blóðþyrst herforingjastjórn dyggilega studd af Bandaríkjunum stóð fyrir hiyllilegum pyntingum og fjöldamorðum. Og í Nicaragua geisaði grimmileg borg- arastyrjöld sem í létust tugþúsundir karla, kvenna og barna. Sú styrjöld hófst með innrás svonefndra Contra-skæruliða skömmu eftir að byltingarhreyfing Sandinista hafði komió hinum gjörspillta einræðis- herra Somoza frá völdum. Voru skæruliðarnir bæði vopnaðir og þjálfaðir af Bandaríkjunum og dæmdi Alþjóðadómstóllinn þau enda sek fyrir að brjóta gegn þeirri grundvallarreglu að vopnaðar árásir á önnur ríki eru óheimilar. Húsasmiður gerist brigadisti Þjóðfélagslega þenkjandi fólk víða um heim lét sig auðvitað þessa atburði varða og sumir ákváðu að beita sér í verki fyrir bættum hag fólksins í Mið- Ameríku. Meðal þeirra var Gunnar Magnússon húsa- smiður í Hafnarfirói sem árið 1988 fór til Nicaragua til hálfs árs dvalar og starfaði meðal annars um sex vikna skeið á samyrkjubúinu La Colonia. Var hann þar á vegum vestur-þýskra hjálparsamtaka með fjölþjóðlegum hópi svonefndra „brigadista". Á samyrkjubúinu bjuggu einkum svonefndir Miskító- indjánar sem búið höfðu á bökkum árinnar Rio Coco og höfðu verið fluttir burt sökum hins mikla stríðs- ástands þar. Voru margir þeirra raunar fluttir þaðan nauðugir, en fyrir það hlutu Sandinistar mikið ámæli; þeir töldu sig hins vegar ekki eiga annars úrkosti þar sem Contrarnir lögðu kapp á að fá Miskító-indjánana til liðs við sig. Dagfari ákvað að taka við Gunnar viðtal um dvöl hans í Nicaragua á þessum umbrotatímum í sögu landsins 28 Dagfari • nóvember2006 og hitti blaðamaður hann að máli á kaffihúsinu Súfistanum í miðbæ Hafnarfjarðar. Hóf hann viðtalið á að spyrja Gunnar um tildrög þess að hann fór til Nicaragua. Um það segir Gunnar: Þetta fór náttúrlega ekki fram hjá manni í fréttum - bylting Sandinistanna. Þeir komu Somoza frá völdum ’79 og þeir voru búnir að breyta þjóðfélaginu. Eða það ætluðu þeir sér að gera, en þeir fengu náttúrlega ekki frið til þess fyrir Bandaríkjamönnum eða þessum Contra-skæruliðum sem var náttúrlega bara haldið uppi og gerðir út af Bandaríkjamönnum; Reagan kallaði þá „freedom fighters“. Ég var búinn að vera að fylgjast með þessu í fréttum og líka í og með af því ég var í Kúbuvinafélag- inu og ég var voða spenntur og var búinn að ganga með í maganum að fara til Nicaragua og ég hafði frétt af því að menn hefðu farið þarna á tungumálanám- skeið. Frumstæðar aðstæður og vannæring Þegar Gunnar var að leggja drög aó tungumálanám- inu rakst hann hins vegar á auglýsingu frá fyrrnefnd- um hjálparsamtökum og ákvað hann að láta slag standa og fara til La Colonia. Aðstæðum þar í þorpinu lýsir hann svo: Þarna bjuggu nokkur hundruð manns og þarna var jarðyrkja og kaffirækt og þess háttar. Vió vorum að vinna við að reisa þarna barnaheimili og barnaskóla. öll verkfæri voru náttúrlega af skornum skammti og rafmagnið kom og fór. Og þetta var mjög frumstætt. Hreinlætisaðstaðá var ekki nein. Maður baðaði sig í ánni og þvoði af sér þar eins og fólkið í þorpinu. Maturinn var mjög einhæfur. Það var sameiginlegt eldhús fyrir allt þorpið og við sóttum mat þangað. Þaö var afgreiddur matur þar þrisvar á dag. Kvölds og morgna fékk maður kaffi - það var alltaf

x

Dagfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.