Heimilisritið - 01.06.1945, Side 12

Heimilisritið - 01.06.1945, Side 12
klæddu stúlkuna, sem kom út úr dagstofunni. „Hazel!“ hrópaði hann. „Al- máttugur minn....!“ „Eg get vel skilið að þú sért hissa“, svaraði Hazel rólega. „Nei — þú þarft ekki að segja neitt. Eg skil þig fullkomlega“. „Elsku bezta — þú — þú mátt ekki — hlustaðu á mig.. „Nei, Michael, ég hugsa að ég hafi heyrt nóg. Eg flyt í gisti- húsið. En ég efast ekki um að Aloola hugsi fullt eins vel um þig framvegis og ég gæti gert“. Michael horfði á eftir henni er hún hvarf sjónum hans inn á milli trjánna. Aloola læddist fast upp að honum. „Kærðu þig ekkert um þetta, Mike“, hvíslaði hún. „Aloola elskar þig. Ætlarðu ekki að gefa mér fallega armbandið, sem ég sá í gær í glugganum hjá gull- smiðnum?“ „Farðu“, sagði Michael þreytu- lega. „Hérna!“ Hann stakk pen- ingaseðli í lófa hennar. „Farðu nú og kauptu þér þetta armband. Þetta er skilnaðargjöf mín til þín. Eg fer með skipsferðinni á morgun til Sidney“. SEX vikum síðar sat Michael við barborð í Sidney og beið eft- ir kunningja sínum, sem hafði lofað að útvega honum atvinnu. Hann lagði gætilega frá sér dag- blað, með bros á vör. í blaðinu var skýrt frá brúðkaupi þeirra Hazels Livingstones og Barrys Farquhasons. Hugsandi í bragði horfði hann á barmanninn hrista kockailinn. Hann var ánægður. Hann hafði borgað sína skuld. ENDIR SKRITLUR FERMIN GAKDRENGUK — Eg á ellefu ára strák. — Já, ég þekki hann. Það er fermingardrengur. — Hvaða vitleysa. — Jú. ég sá hann vinna við uppskipun um daginn. KJÖRGRIPUR — Hann er kjörgripur. — O-jæja — læt ég það vera. — Jú, hann er kjördæmakosinn þingmaður. Ótrúleg frásaga Hermaðurinn: — Og þarna lá ég við gin tígrisdýrsins og fann andardrátt þess feykja til hárinu á höfði mér. Anna: Jesús! Hvað gerðirðu? Hermaðurinn: Lét á mig hjálminn. Salt og egg. Skólabróðir: Þú veizt að við karl- mennimir erum salt jarðar. Það lásum við í biblíusögunum í gær. Skólasystir: Það er príma. Við þörfnumst hvors annars. Eg er ágætt egg. 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.