Heimilisritið - 01.06.1945, Page 15

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 15
slúta lítið eitt fram efst, falla þétt að höfðinu hjá eyrunum og leyfa bví svo að liðast frjálst niður á herðarnar. Kinnalitinn skal nota utar- lega á kinnarnar, jafnvel niður fyrir kjálkabörðin, og nokkuð fram til nasanna. Málið varirn- ar fremur langar. Langleitar stúlkur ættu aldr- ei að skipta hárinu í miðju eða Rangt. Rétt. greiða það lítt liðað niður á háls- inn. Við sjáum t. d. á andlits- myndunum hér að ofan, tvö jafnstór andlit, og þó sýnist ann- að miklu lengra en hitt. Þannig er auðvelt að blekkja augað á marga vegu. — Réttast er að leggja hárið þykkt yfir eyrun- um, én þrengra niður á móts við kinnarnar og láta það koma meira aftur á hnakkann. Topp- ur fram á ennið hjálpar til þess að láta andlitið sýnast styttra. Augnabrúnirnar eiga að vera. fremur beinar, til þess að mynda sem mest láréttar línur í and- litinu. Litið augnhárin og augna- lokin minnst um miðbik augn- anna. Reynið að hafa varirnar sem jafnbreiðastar og gleymið ekki að lita munnvikin. Forðist allar lóðréttar línur! Ef stúlka hefur breiða kjálka en mjótt enni er rétt fyrir hana að hafa hárið slétt uppi á höfð- inu og með miklu lokkahafi út og upp frá gagnaugunum, en láta hárið falla sem sléttast nið- ur og aftur frá eyrunum. Tökum eftir því, að á annarri myndinni, hér að neðan, er allt gert til þess að andlitið fái mjúka . drætti, dregið sé úr breidd neðri kjálkans og ennið sýnist breiðara. Á hinni mynd- inni er hið gagnstæða reynt. Og hvílíkur reginmunur! Maður á bágt með að trúa því að bæði andlitin séu jafnstór — og þó er það svo. Sú, sem hefur mjótt niður- 13 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.