Heimilisritið - 01.06.1945, Page 16

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 16
andlit, en mikið og breitt upp- andlit, gerir bezt í því að greiða líkt og sýnt er hér á myndinni (stúlkan til hægri). Hárið legst þá lítið eitt fram yfir ennið og þrengir það, en fellur svo í þykkum lokkum niður yfir eyr- un. Athugið að lita ekki kinnarn- ar nema aðeins efst. — í þessu sambandi er rétt að minnast þess, að ef kinnarnar eru inn- fallnar, má ekki nota kinnalit nema ofurlítið undir augunum. Ef kinnbeinin eru framstand- andi ber einkum að forðast að lita kinnarnar mjög ofarlega. Myndirnar sýna að öðru leyti hvernig bezt fer að haga hár- lagningu og andlitsfegrun eftir því, hvernig lögun andlitsins er. Vert er og að veita því sérstaka athygli, hvernig hálsmál á bezt við sérhvert andlit. ENDIR Úr eiirkus I ANNAO — Komm/úniátar cru þeir, sem nota of margax kommur. — Hann gerir ekkert og hefur allan daginn til þess. — Prófessorinn eyddi löngum. tíma til að rannsaka hvers vegna prófessorar eru utan við sig — og svo gleymdi hann niðurstöðunni — Hvað verður af hnefanum, þegar lófinn er opnaður? — Hvað verður af kjöltunni, þegar staðið er upp? — Skilti í hóteli: Bjóðið þjóa- unum ekki þjórfé, þeir móðgast af því. —' Getur vinandi þjáðst af and- arteppu? — Allt, sem þú segir kvenmanni. verður notað gegn þér! — Hann baktalaði hana svo hún heyrði. — Hlutleysi er það að bíða og sjá í hvora áttina blæs byrlega. — Hún talaði tíu tungumál, en gat aldrei munað orðið „nei“ í nokkru þeirra. — Hjónaband er það að fá mat, þegar mann langar ekkert í hann. — Bjartsýnismaður er sM, sem sér ljós, án þess acS það sé, og svartsýnismaður er sá, 'sem reynir að slökkva það. — Hann er þögull eins og lokaður sími. — Gufa er vatn, sem hefur orð- ið vitlaust af hita. — Hann er ekki latur, bara fæddur þreyttur. — Þríhyrningur er hringur með þremur hornum. — Þegar eg kom í þennan heim átti ég ekkert. Mér hefur alltaf tekist að halda eign minni. 14 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.