Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 19

Heimilisritið - 01.06.1945, Blaðsíða 19
eyðilagði smámsaman taugaró hennar. Þessar erjur þeirra urðu fyrst verulega alvarlegar eftir að maður nokkur, Archer að nafni, hafði komið í kvöldheimsókn til þeirra. Archer var ungur og efnilegur listmálari, sem hafði misst báða fæturna í stríðinu. Catherine hafði verið fyrirmynd hans, og nú, er hann var kom- inn undan læknishendi, fór hann þess á leit, að hún sæti fyrir hjá sér á meðan hann lyki við málverk, sem hann hafði orðið að skilja við hálfgert, þeg- ar hann var kallaður í herinn. Þótt Stephen hefði látið hana hætta að sitja fyrir hjá listmál- urunum, fannst henni hún ekki geta neitað þessari bón. Hún spurði því Stephen, hvort honum stæði ekki á sama þótt hún gerði Archer þennan greiða, (hann hafði áður verið góður vinur þeirra beggja). Stephen kvaðst síður vilja að hún gerði það--------ósköp fó- lega, eins og þú getur skilið, og f jarri því að hann tæki 'þetta illa upp. En skömmu síðar var barið að dyrum, (það var ein- hver, sem hafði villzt á hús- um), og þegar hún hafði farið til dyra, hélt Stephen því hik- laust fram, að hún hefði verið að tala við Archer. Hann lét ekki af þessari stað- hæfingu sinni, hvernig sem Catharine reyndi að koma fyrir hann vitinu, jafnvel ekki þótt hann talaði við Archer 1 síma, því hann sagði hann væri sam- sekur henþi. Hann vildi ekki heldur trúa því, að hún hefði ekki setið fytrir hjá málara í fleiri mánuði, og hann kom með svívirðilegar glósur í garð fyr- irmynda og um framferði þeirra. Það sló í hart milli þeirra Stephens og Catheriné — fólk- ið í næstu íbúðum heyrði að Stephen lét eins og óður mað- ur, og að lokum varð gauragang- urinn svo skefjalaus, að ein- hverjir brutust inn til þeirra. Þau voru bæði í vinnustofu hans og æptu og flugust á eins og vitfirringar. í fyrstu hélt fólkið að Stephen væri að reyna að drepa hana. Tveir velefldir karlmenn þrifu til hans og héldu hpnum föstum. En þá sáu þeir, að þeir höfðu gert sig seka um afleiðingaríkan misskilning. Catherine hélt á stórum hnífi í hendi sér, hóf hann á loft, jafnskjótt og hún losnaði úr fangbrögðum Stephens og hjó honum í sitt eigið andlit, með ör- væntingaræði í augunum. Það hefur verið óhugnanleg sjón. Og á meðan verið var að snúa hnífinn úr hendi hennar, hélt hún áfram að hrópa með grát- HEIMILISRITIÐ 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.