Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 20

Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 20
ofsa í röddinni: „Stephen, ástin mín — nú er ég eins og þú — og nú þarftu aldrei framar að vera afbrýðisamur. Nú verður aldrei sótzt eftir mér til að sitja fyrir — því að það er fegurð, sem listmálararnir sækjast eft- ir, og þú og ég verðum aldrei falleg aftur, er það, Stephen?“ Hún lá lengi á milli heims og helju — sár hennar höfðu ver- ið djúp og stór. Stephen heim- sótti hana hana oft í sjúkra- húsið, aumlegur og fámæltur. Hún virtist vera ánægð, af því að nú var hann ekki afbrýði- samur lengur, ekki einu sinni gagnvart lækninum, sem hjúkr- aði henni daglega.. „Framar verður ekkert, sem skyggir á hamingju okkar Step- hens“, sagði hún við kunningj- ana, sem komu að heimsækja hana, og það var ekki til barns- lega glaðari sjúklingur i öllu sjúkrahúsinu. Þau höfðu búið saman í um það bil þrjár vikur, eftir sjúkra- húsdvöl hennar, þegar hann fór í burtu og skildi við hana. Skilurðu, að það var í þessu, sem mismunurinn á þeim var fólginn. ENOIR SkrMur 1 strætisvagni — Til þess að ekki hallist á í strætisvagninum ætla ég að flytja mig á bekkinn hinum megin. Það eru bara þrír þar en við sitjum fjögur héma megin. Bjóst ekki við góðu Frúin: — Hlauptu út í garð Anna, og vittu hvað börmn eru að gera — og segðu þeim að þau megi það ekki. ! Voru í verkfalli Jónsi sjóari: — Þegar ég var í Afríku tóku mannætur mig til 1 fanga, en þegar þeir höfðu haft mig í haldi dálítinn tíma, slepptu þeir mér. Halldór landkrabbi: — Þótti þeim þú ekki vera lystaukandi að sjá? Jónsi ajóari: — Jú, en kjkk- arnir voru í verkfalli. * Heimskur at\innuleysingi Mesti heimskingi heimsins var maðurinn, sem sá auglýsingu ut- an á húsvegg með áletruninni „Morðingja vantar“ og gekk inn í húsið til að biðja um atvinnu. Skörp augu — Nei, góði, þú getur ekkert falið fyrir mér. Eg sé í gegnum þig- — Sérðu gallsteinana í mér líka? Framsýn stúlka Agla: Af hverju giftistu ekki Jonna? Sigga: Æ, ég verð svo einmana án hans. 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.