Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 27

Heimilisritið - 01.06.1945, Síða 27
JASS DANSHLJÓMSVEIT ÞÚRIS JÚHSSOHAR Hér birtist mynd af danshljómsveit Þóris Jónssonar, sem nú hefur spil- að á Hótel Borg í um það bil hálft annað ár. Á myndinni sjást, talið frá vinstri: Kjartan Runólfsson, Adolf Theodórs- son, Jóhannes Eggertsson, Skafti Sigþórsson, Baldur Kristjánsson og Þórir Jónsson. Sú breyting hefur alveg nýlega orðið á hljómsveitinni, ,að Adolf er hættur, en í stað hans hefur komið Ólafur Pétursson, sem áður var í hljómsveit Aage Lorange. Ennfrem- ur spilar Skafti nú ekki lengur með nema á dansleikjum. Allir hafa þessir menn spilað í danshljómsveitum bæði í Reykjavík og fleiri kaupstöðumsvo árum skiptir. Kjartan leikur á trompet og er auk þess einsöngvari hljómsveitar- innar. Hefur hann oft sungið í út- varpið, bæði með þessari hljóm- sveit og eins hljómsveit Bjama Böðvarssonar, en mfeð henni spilaði hann og söng lengi vel í Lista- mannaskálanum. Adolf leikur á tenor-saxofón og er þrautreyndur hljómlistarmaður. Hann var m. a. lengi í hljómsveit Carls Billich á Hótel ísland. Jóhannes er Gene Krupa hljóm- sveitarinnar — trommuspilarinn — og þykir ómissandi, enda er þetta þriðja hljómsveitin, sem hann spilar í á Borginni. Skafti spilar á altsaxofón og bregð- ur fyrir sig fiðlunni í viðlögum. Hann hefur verið í mörgum hljóm- sveitum m. a. Blue Boys og hljóm- HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.