Heimilisritið - 01.06.1945, Side 30
og enginn gat horft inn til rnín.
Nú getur fólk staðið á svölum
hérna á móti og horft beint inn
í stofu til mín. Það er ekki einu
sinni svo vel, að fólkið í íbuð-
inni, sem er beint á móti mínum
gluggum, sé tillitsfullt eða kunni
sig. Ef svo væri, gæti ég kanski
vanizt því að íbúðir séu þarna,
en það er ekki því að heilsa“.
' Köbbe reykti og var hugsandi
á svip. Þegar vel var lifnað aftur
í pípunni bætti hann við:
„Það má vel vera að ég sé sér-
vitringur að einhverju leyti, en
ég blanda mér ekki í einkamál
annarra. Ég veit ekki einu sinni
hvað allir hérna í húsinu heita
og ég þekki ekki heldur fólkið.
sem flutt er inn hérna á móti. En
úr því að ég læt aðra afskipta-
lausa, þá finnst mér ég geta
heimtað að aðrir láti mig einn-
ig afiskiptalausan".
„Nú, en áreita nágrannarnir
þig þá beinlínis?“
„Ég veit ekki hvað ég á að
kalla það. Á hverju kvöldi þeg-
ar ég kem inn hingað, stillir
kvenmaður sér upp á svalirnar á
móti og glápir hingað inn. Þegar
hún verður þreytt sezt hún á stól.
Þetta er meira en hægt er að
láta bjóða sér, og ég get alls
ekki skilið þetta. Hvaða ánægju
hefur hún af því að einblína á
mig, gamlan manninn?“
„Hún meinar víst ekkert illt
með því“, sagði ég og tók mál-
stað ókunnu konunnar, sem svo
stórlega hafði vakið gremju
gamla vinar míns. Mér fannst
líka að hann tæki sé.r þetta nær
en efni stóðu til.
„Hvers vegna dregurðu ekki
tjöld fyrir gluggana?“ spurði ég
hikandi.
„Hvers vegna? Á svona fögr-
um kvöldum er ég vanur að hafa
báða gluggana upp á gátt og
hleypa inn hreinu lofti. Þú veist
að þetta er mitt vanasæti, hérna
við borðið, og það fer þá í taug-
arnar á mér að starað sé á mig,
sko... þarna er hún“.
Köbbe benti aftur með píp-
unni, og ég þurfti að standa á
fætur til að sjá. Hann hafði
rétt að mæla. Ung stúlka stóð á
svölunum og starði inn í stofuna
hans. Þetta var lagleg stúlka, en
það hafði hann ekki sagt mér,
og hún stóð sannarlega ófeimin
áfram.
„Er þetta ekki ósvífni?11 spurði
hann fyrir aftan mig.
„Jú, en hún stendur varla
lengi. Ef ég fer út í gluggann
og horfi á hana, hlýtur hún að
fara inn til sín“. Ég reyndi það,
en án þess að hún léti á nokkru
uppburðarleysi bera.
Köbbe gekk til mín.
„ÞAÐ ÞÝÐIR ekkert. Sérðu
ekki að hún stendur alveg ófeil-
28
HEIMILISRITIÐ