Heimilisritið - 01.06.1945, Page 35
minntist þess, þegar gamla kon-
an hafði komið með miklu fasi
inn á skrifstofu sonar síns, óð og
uppvæg yfir því, að hann hafði
sést nokkru áður með fremur
illa ræmdri leikkonu í nætur-
klúbb. Það var þá, sem hún sá
Jane í fyrsta skipti, og hún hafði
látið sem hún sæi hana ekki er
hún gerði eitraðar athugasemd-
ir um menn, eins-og Jack, sem
væru næmir fyrir áhrifum frá
öðrum og gerðu sér dælt við
snoppufríðar aðstoðarstúlkur
sínar. Slíkt væri hættulegt.
Jane þrýsti á bjölluhnappinn
og beið í' angistarspenningi eftir
því sem í vændum var.
Brytinn bauð henni að gera
svo vel — frúin ætti von á henni
og væri í dagstofunni.
Allt hið innra í húsinu var
svo íburðarmikið, að Jane hefði
naumast getað dreymt um slíkt
óhóf og skraut.
Frú Chenoweth, gráhærð og
virðuleg, heilsaði henni mjög
vingjarnlega. En fyrir stúlku
með þá reynslu er Jane hafði
fengið, ekki sízt í stöðu sinni
sem einkaritari, var vandalaust
að sjá, að þessi hlýleiki var
gríma einbeittrar og tíginnar
konu, sem var að gera sitt bezta
til að sýna lágstéttarmanni vin-
arhót.
„Fáið yður sæti, góða“, sagði
frú Chenoweth broshýr. „Við
höfum nauman tíma til að ræða
málið“.
Jane hneig niður á setbekk og
muldraði: „Hvaða mál?“
Frú Chenoweth brosti smeðju-
lega, hin þjóstuga rödd hennar
var tempruð og hakan var ein-
beitnisleg og framsett. Jane
mundi að hún hafði séð áþekk-
an svip á Jack, einkum þegar
einhver stóð í vegi fyrir hon-
um.
„Sonur minn hefur viðurkennt
að hann sé orðinn ástfanginn af
yður — einkaritara sín'um. Og
kjáninn sá arna segir að hann
ætli að giftast yður! Eg get sagt
yður það strax, að þetta er eins
og hver önnur vitleysa. Hann er
á þeim aldri, þegar menn láta
fréistast af fyrstu fríðleiksdrós-
inni, sem verður á vegi þeirra.
Ég hef alltaf sagt honum, að
HEIMILISRITIÐ
33