Heimilisritið - 01.06.1945, Page 39

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 39
■ BERLÍNARDAGBÓK ^sasnisJBLAÐAMANNSl Ejtir WILLIAM L. SHIRER „Áfrani yfir grafirnar!“ — 9. apríl 1940 Berlín, 24. janúar 1940. Ég held, að Percival W. upp- gjafa kaupsýslumaður, amerísk- ur af þýzkum ættum, sem hefur dvalið hér á landi lengst ævi sinnar, hafi gert sér það ljóst, sem ég hef verið að reyna að skilja. Við ræddum um skilning Þjóðverja á siðgæði, sæmd og skyldu. Hann sagði: „Þjóðverjum þykir það sið- ferðilega rétt og heiðarlegt, sem kemur heim við erfikenningar þeirra um, hvernig Þjóðverji tel- ur að Þjóðverja beri að breyta, eða ef það styður hagsmuni Þjóðverja eða Þýzkalands, En Þjóðverjar hafa enganóhlutræn- an skilning á siðgæði, heiðri né réttri breytni“. Hann skýrði þetta með góðu dæmi. Þýzkur vinur hans sagði við hann: „Er það ekki hræðilegt athæfi af Finnum, að ráðast á Rússa? Það er herfileg rangsleitni". Þegar W. leiddi rök að því við hann, að Finnar gerðu í raun og veru ekki annað en það, sem vænta mætti af hverjum heiðar- legum Þjóðverja í þeirra spor- um, verðu frelsi sitt og sjálf- stæði gegn óréttmætum yfir- gangi, svaraði vinur hans höst- uglega: „En Rússar eru vinir Þjóð- verja“. Samkvæmt þessu er Þjóð- verjum rétt að verja frelsi sitt og sjálfstæði. Finnum er það rangt, af því að það erfiðar sam- búð Rússa og Þjóðverja. Hér skorti þýzka andann hinn óhlut- ræna skilning. Þetta skýrir ef til vill hið full- komna samúðarleysi Þjóðverja með Pólverjum og Tékkum og skilningsskort á vandræðum þeirra. Margt staðfestir þann grun, HEXMIT iLSRITIÐ 37

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.