Heimilisritið - 01.06.1945, Side 44
Hitler flutti ræðu í dag. Rödd
hans var þrungin hatri, en þess
hefði mátt vænta, að hann spar-
aði það á þessum degi. Er mað-
urinn engum öðrum tilfinning-
um gæddur? Hann hét þjóð sinni
því, að við lok þessarar styrj-
aldar myndi Þjóðverjum auðn-
ast hinn glæsilegasti hernaðar-
sigur, sem mannkynssagan
greinir frá. Hann hugsar ein-
göngu um vopn. Skilur hann
þátt fjármálanna í þessum ó-
friði?
Berlín, 19. marz 1940.
John Chapman leit inn. Hann
stjórnar Business Week og er
nýkominn frá Ítalíu og Balkan-
llöndum. Ýmislegt sagði hann,
sem gott var að heyra. Hann ef-
ast um, að ítalir fari í ófriðinn.
Það geri ég líka. Það er hægt
að beita þá hafnbanni svo að
hrífi. John sagcjist hafa orðið
þess var, að þrótt sé að draga
úr fasistum, snerpan sé orðin
minni. Mússolíni sé farinn að
slaka á taumunum. Hann eldist
mjög, fita sæki á hann og hann
unir löngum með ungu hjákon-
unni sinni ljóshærðu, og John
var sagt í Róm, að hún hefði ný-
lega alið honum barn.
Ég hitti X majór í ónefndu
sendiráði í kvöld. Hann telur
að Þjóðverjar hafi nú þrjár leið-
i.r um að velja.
42
1. Þjóðverjar geta samið frið.
Hann hyggur, að Hitler óski
friðar, og hann hafi ráð á að
bjóða friðarkosti, sem væru
sómasamlegir og aðgengilegir
öllum öðrum en Englendingum,
skilmála, sem myndu tryggja
honum mest af því, sem hann
hefur þegar unnið. Slíkur frið-
ur, sagði hann, myndi honum
jafngóður þýzkum stórsigri.
2. Þjóðverjar geta haldið á-
fram á sömu braut og nú, haldið
Norðurlöndum og Ítalíu hlut-
lausum og í fjárhagslegri sam-
vinnu við sig og lagt suðaustur-
hluta Evrópu undir áhrif sín,
einkum Rússland. Þetta tæki
tíma, að minnsta kosti þrjú ár,
en heppnaðist þetta, væri hafn-
bann Bandamanna áhrifalaust.
3. Þjóðverjar gætu reynt að
herða sóknina á Vesturvigstöðv-
unum. Það telur hann ósenni-
legt. Þýzka herforingjaráðið
hefur beyg af Maginotlínunni og
franska hernum. Hann viður-
kennir, að takast megi að vinna
hana, en það kosti gífurlegar
fórnir og óvíst sé um að sigur-
inn sé þá vís.
Tilkynnt er í dag, að allar
kirkjuklukkur úr kopar skuli
teknar niður og notaðar í fall-
byssur. í næstu viku hefst alls-
herjar söfnunarferð um landið
allt, hús úr húsi, fil þess að
skrapa saman allt úrgangsdót úr
HEIMILISRITIÐ