Heimilisritið - 01.06.1945, Page 45

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 45
tini, nikkeli, kopar, eiri og öðr- um málmum, sem Þjóðverja vantar. í dag skipaði herstjórn- in eigendum allra bíla, sem lagt er upp samkvæmt ökubanni vegna ófriðarins, að þeir yrðu níutíu af hverju hundraði að af- henda rafgeyma sína. Berlín, 25. marz 1940. D. N. B. segir í dag: „Á víg- stöðvunum fram með ofan- verðri Rín sýndu frönsku her- sveitirnar á páskadaginn greini- lega andúð sína á þessari brezku styrjöld, og hve fávíslegt þeim finnst að Frakkar og Þjóðverj- ar ræki f jandskap eftir bendingu frá Bretum“. Berlín, 28. marz 1940. Þjóðverjar þola ekki ófriðinh, nema þeir haldi áfram að fá sænska járnið, en mest af því er flutt sjóleiðis frá norsku höfn- inni í Narvík á þýzkum skip- um. Þau læðast suður með Nor- egsströndum innan landhelgi, og eru þar óhult fyrir brezka flotanum. Sumir okkar furða sig á, hvers vegna Churcill hefur aldrei tekið í .taumana til að hindra þetta. Nú virðist hann munu verða knúinn til þess. Nú er um lífið að tefla fyrir Þjóð- verja. X staðhæfði við mig, að ef brezkur tundurspillir færi inn í norska landhelgi, myndu Þjóðverjar taka til sinna ráða, En ekki er ljóst, hvað þeir geta gert. Þýzki flotinn er ekki jafn- oki hins brezka. Berlín, 8. apríl 1940. Bretar tilkynna, að þeir hafi lagt tundurdufl í norskri land- helgi til þess að hindra þýzk járnflutningaskip að sigla frá Narvík. í Wilhelmstrasse er sagt: „Þjóðverjar vita, hvernig þeir eiga að svara“i En hvernig svara þeir? Berlín, 9. apríl 1940. Hitler hefur lagt undir sig tvö ríkin enn á þessum vordegi. — Nazistaherinn réðst inn í hlut- lausu smáríkin, Noreg og Dan- mörku, til þess að „vernda frelsi þeirra og sjálfstæði“, eins og komist er svo ráðvandlega að orði í hinni opinberu tilkynn- ingu. Eftir einar tólf stundir virðist öllu lokið. Danmörk gerði griðasáttmála við Hitler fyrir aðeins einu ári og er nú gersamlega yfirunnin. Kaup- mannahöfn unnin í morgun, Os- ló í dag, Kristiansand í kvöld. Allar helztu hafnir Noregs her- teknar, Narvík, Þrándheimur, Bergen, Stafangur. Þetta eru furðuleg tíðindi. Það er öllum furðuleg tíðindi, hvernig nazistar komust þang- að, rétt við nefið á brezka flot- HEIMILISRITIÐ 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.