Heimilisritið - 01.06.1945, Page 46

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 46
anum. Það er augljóst, að her- ferðin hefur verið hugsuð, áætl- uð og undirbúin fyrir löngu, og áreiðanlega hafin áður en Bret- ar lögðu tundurduflin innan norskrar landhelgi í fyrradag. Það tekur að minnsta kosti þrjá daga að sigla til Narvíkur frá þýzkum höfnum. Klukkan tuttugu mínútur yf- ir tíu í morgun fengum við skyndiboð um áríðandi blaða- mannafund í utanríkismálaráðu- neytinu, og átti hann að hefjast hálfellefu, Við biðum í hálfa stund. Þá strunsaði Ribbentrop inn, íklæddur grængráum og í- burðarmiklum einkennisbúningi hermanna í utanríkisráðuneyt- ínu og virtist eiga heiminn all- an. Schmidt, blaðafulltrúi hans, ungur maður, feitur og silaleg- ur, tilkynnti tíðindin og las til- kynningu þá, sem send var Dönum og Norðmönnum í morgun snemma, þar sem skor- að var á þá að þiggja „vernd- ina“ og þeir voru varaðir við því, að „vopnaðar, þýzkar her- sveitir myndu brjóta alla mót- spyrnu á bak aftur með hverj- um vopnum, sem fyrir hendi eru, og því leiðir allt viðnám til algerlega gagnslausra blóðsút- hellinga“. Ribbentrop rauk upp eins og naðra þegar lokið var upplestr- inum, og sagði m. a.: „Herrar mínir! Innrás Bandamanna í landhelgi Noregs í gær var hið hroðalegasta ofbeldi og skerð- ing á rétti hlutlausrar þjóðar. Hún jafnast við stórskotahríð Breta á Kaupmannahöfn 1807. En“, bætti hann við og brosti gleitt, — „þeir komú okkur ekki á óvart.--------Það var ætlun Breta að ná fótfestu í Skandi- navíu og ráðast þaðan á Þýzka- land. Við höfum, herrar mínir, óhrekjanleg sönnunargögn fyrir þessu í höndunum“. „Og nú getur alþjóð séð“, hélt hann áfram og minnti einhvern- veginn á slöngu, „hundingjahátt þann og grimmd, sem Banda- menn reyndu að beita til þess að kynda nýtt ófriðarbál. Og nú hafa verið sett og tilkynnt ný alþjóðalög, sem heimila einum styrjaldaraðila að svara ólög- legum tiltektum annarra styrj- aldaraðila með ólöglegu athæfi. Þýzkaland hefur unnið sjálfu sér þennan rétt. Foringinn hef- ur svarað.------Þýzkaland hef- ur lagt undir sig lönd Dana og Norðmanna og mun verja hið raunverulega hlutleysi þeirra til styrjaldarloka. Þannig hefur valinkunnum ríkjum í Evrópu verið bjargað f.rá yfirvofandi hruni“. Þessi litli karl, þessi ötuli kampavínssali, sem hafði náð í dóttur húsbóndans, komið sér í 44 HBIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.