Heimilisritið - 01.06.1945, Page 48

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 48
mikil hafi verið háð í Skaga- hafi, skammt þaðan sem sjóor- ustan við Jótlandssíðu var háð í heimsstyrjöldinni. Einu skipin, sem Þjóðverjar viðurkenna að hafa misst, eru 10,000 smálesta beitiskipið Blúcher, sem sökk í Oslófirði, og 6,000 smálesta beitiskipið Karlsruhe, sem sökk úti fyrir Kristianssand. Strand- virki Norðmanna skutu • þau bæði í kaf að morgni 9. apríl. Hef frétt, að Hitler varaði Svía við alvarlegum afleiðing- um, ef þeir gæta ekki hlutleys- is á þessum hættulegu tímum. Eftir því sem ég kemst næst, eru Svíar skelkaðir. Brezka útvarpið í kvöld hef- ur það eftir Churchill, sem hann á að hafa sagt í neðri málstof- unni, að „Hitler hafi orðið á alvarleg hernaðarleg skyssa“, og að brezki flotinn muni nú taka strendur Noregs á vald sitt og sökkva öllum skipum í Katte- gat og Skagahafi. Guð gefi, að svo megi fara. Berlín,J4. apríl 1940. Loks hef ég komist að því, hvernig Þjóðverjar fóru að því að hertaka helztu hafnir Nor- egs við nefið á brezka flotan- um, án þess að hafa nægan flota styrk sjálfir. Þýzkar hersveit- ir með skotvopnum og birgðum voru sendar til ákvörðunarstaða sinna með flutningaskipum, sem létust vera á leið til Narvíkur að sækja sænskt járngrýti. Skíp þessi sigldu innan norskrar land- helgi, eins og þau hafa jafnan gert síðan styrjöldin hófst, og því varð brezki flotinn þeirra ekki var. Kaldhæðni örlaganna, að norsk herskip vísuðu þeim jafnvel veginn til ákvörðunar- staðar og höfðu skipun um, að vernda þau fyrir brezka flotan- um! En þetta skýrir það þó ekki, hvernig Bretar létu helming þýzka flotans, sjö tundurspilla, eitt stórt beitiskip og eitt orustu- skip sleppa óséð alla leið upp að Noregsströndum. Þýzka flotastjórnin viður- kennir, að öflug, brezk flota- deild hafi ráðizt inn í Narvík í gær og sökkt öllum sjö tundur- spillum hennar, sem voru þar, en þeir segjast halda borginni. Hitler sáir nú því sæði í Ev- rópu, sem á sínum tíma mun ekki aðeins verða honum höf- uðbani, heldur og þjóð hans. Berlín, 17. apríl 1940. Hitler sendi konungsf jölskyld- unni í Danmörku heillaóskir sínar í dag í tilefni af því, að ríkiserfingj anum fæddiát dóttt- ir! — Þýzku blöðin og útvarpið stefndu stórskeytum að Hol- 46 HEIMILISHIXIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.