Heimilisritið - 01.06.1945, Side 50

Heimilisritið - 01.06.1945, Side 50
Ekki orð um þetta í blöðun- um. Þýzkir lesendur fá 1 smá- skömtum aðeins hinar þægi- legri og sigurvænlegri ófriðar- fregnir. Sé, að hernám Þjóðverja veld- ur hruni í Danmörku. Þrjár milljónir nautgripa voru 1 land- inu, jafnmargt af svínum og um tuttugu og fimm milljónir af hænsnum, sem lifðu á inn- fluttu fóðri, mest frá Ameríku og Manchukuo. Nú næst ekki 1 það. Danir verða að slátra mestu af búfénaði sínum, en hann veitti þjóðinni að miklu leyti viðurværi. Berlín, 22. apríl 1940. Viðnámið gegn þýzka hern- um, sem ryðst áleiðis norður til Þrándheims, er að harðna. — Þýzka herstjórnin talar 1 fyrsta sinn í kvöld um harðvítuga mótstöðu á þessum slóðum. En flugherinn þýzki veitir Bretum þungar búsifjar á aðalstöðvum þeirra í Namsos, Aandalsnesi og Dombas. Milch hershöfðingi, hægri hönd Görings, hefur ver- ið sendur til Noregs, til þess að stjórna flughernum. Nú eiga Þjóðverjar mest undir honum. Berlín, 23. apríl 1940. Jósep Terboven, ungur naz- isti og ókvalráður, sem var hér- aðsstjóri Ejjóðverja í Köln og 48 reyndist Fritz Thyssen ofjarl þar, hefur verið skipaður ríkis- stjóri í Noregi. Það þýðir, að ef Hitler sigrar þar, verður Nor- egur ein nazistahjálendan enn. Berlín, 29. apríl 1940. Úrslitaorustan um Noreg verður líklega háð í þessari viku. Eg heyri á Þjóðverjum, að þeir eru öruggari nú en þeir voru, þegar ég fór fyrir einni viku. Leiðangurslið Breta er auðsjáan- lega ekki eins öflugt og þeir bjuggust við. Bretar þurfa að fá nokkur hrakföll bæði á sjó og landi. Þá herða þeir sig ef til vill af al- vöru. Síðar. Yfirherstjórnin tilkynn- ir, að þýzkar hersveitir á norð- urleið frá Osló, og þýzkar her- deildir á suðurleið frá Þránd- heimi hefðu náð saman skammt fyrir sunnan Þrándheim. Hitler hefur því unnið kapphlaupið. Ekki er ljóst, hvar Bandamanna- herinn er, né hvað hann hefst að. Enda skiptir það ekki miklu máli. Þeir höfðu dásamlegt tæki- færi til þess að stöðva Hitler og misstu það fyrir vettlingatök. Hinn versti grunur hefur reynzt réttur. Bretar lögðu sig aldrei af alvöru fram í baráttunni um Noreg. Framh. í næsta hefti. HEIMIUSRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.