Heimilisritið - 01.06.1945, Page 53

Heimilisritið - 01.06.1945, Page 53
fullur á svip. „Maurice, kæri vinur“, kallaði hann. „Ég hef í allt kvöld verið að reyna að ná sambandi við þig. Þú sagðist ætla í klúbbinn. En þar hefurðu ekki sézt“. „Það er eðlilegt“, svaraði Maurice. „Ég fór í leikhús“. Hann hló með sjálfum sér að þessari hálfsönnu fyndni. Arnold Bloomfield sagði: „Ég hef verið ákaflega áhyggjufull- ur. Hefurðu tekið glasið, sem var í herberginu mínu? Á því stóð „Aspirín?" Maurice glápti á Arnold. Hann missti sígarettuna, sem hann hélt á milli fingranna. „Já, ég tók það. En því spyrðu? Ég hef alltaf aspirín á mér, ég fæ svo oft höf- uðverk“. „Vonandi hefur þú ekki notað neina töflu. Það er auðséð á þér. Ég hefði ekki átt að nota þetta glas, úr því þessi áletrun var á því. Ég lét nefnilega eitur í það. Það er nefnt Cynathene og er eins konar meðal, en baneitrað. í guðs bænum, fáðu mér glasið. Eg vil ekki verða valdur að morði. Hvað er annars að sjá þig? Þú ert að detta“. Maurice var náfölur. Það var nærri liðið yfir hann. Hann horfði óttasleginn á frænda sinn. Svo þaut hann að símanum og hringdi í ofboði til Werming- tons. Hás rödd svaraði. Röddin spurði: „Er það doktor Pax- mann?“ „Nei, nei, það er Lane lækn- ir“, sagði Maurice. „Hefur frú Wermington versnað?“. Wermington stundi: „Hún — er — dáin! Ég gaf henni tvær töflur. Og að fimm mínútum liðnum var hún liðið lík------ Þér verðið að koma alveg tafar- laust.....“ J. ENDIR SKRÍTLUR NORSK SJÓMANNSÁST. Sjómaðurinn: „Aldrei skyldi mað- ur treysta kvenfólkinu. Ég hef frétt að kærastan mín í Englandi sé allt- af að skemmta sér með hermönn- um, konan mín í Skotlandi sjáist oft með sergent og kærustuna mína héma í bænum sá ég á götu með sjóliða í gær, svo að mig skyldi ekki furða þó að konan mín heima í Noregi væri mér ótrú“. SÍMINN HRINGIR. — Halló, Þetta er Ari Bjarnason. Ég var búinn að tala við Jón um að koma heim til hans í dag. Vitið þér hvort hann muni vera heima núna? — Já, það er hann, svaraði vinnu- konan. — Og ætli að hann verði heima dálitla stund enn? — Já, áreiðanlega; ég stend ein- mitt í því að þvo skyrtuna hans. HEIMILISRITIÐ 51

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.