Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 54

Heimilisritið - 01.06.1945, Qupperneq 54
FRAMHALDSSAGA EFTIR JOAN MARSH SKIN OG SKÚRIR Niðurlag. Önnu varð allt í einu ljóst, að hún gat ekki vent sínu kvæði í kross og haldið til Monks Longtons, eins og Martin hafði lagt til. Fyrst og fremst fannst henni erfitt að fyrirgefa Mat- ildu framkomu hennar við Mar- tin og í öðru lagi varð hún að halda samning sinn við útvarp- ið. Hún leit í góðleg augu frú Foulds. „Mér þætti vænt um að mega búa hérna dálítinn tíma“, sagði hún. „Velkomið, velkomið“, sagði frú Foulds hjartanlega. Anna gat ekki stillt sig um að brosa, þegar konan var far- in. Það var auðséð að frú Foulds hélt að þeim Martin hefði orðið sundurorða. Eftir nokkra umhugsun á- kvað hún að skrifa Matildu nokkrar línur, til þess að láta hana vita að þau væru á lífi. í bréfinu skýrði hún henni frá því, að hún væri búin að fá at- vinnu hjá Jarvis við útvarpið og að heppilegra væri því að hún yrði í London um stundar- sakir. Hún gat Martins ekki að öðru leyti en því, að hann væri að reyna að útvega sér atvinnu. FJÓRTÁNDI KAPÍTULI MARTIN reyndi öll hugsan- leg ráð til þess að fá eitthvað að gera. — Hann fór eftir aug- lýsingum dagblaðanna, árang- urslaust. Hann gekk frá skrif- stofum til verksmiðja, frá verk- smiðjum til verzlana. Enginn virtist þurfa á aðstoð hans að halda, jafnvel ekki við auvirði- legustu verk. Svo var það einn mörgun að honum varð starsýnt á auglýs- ingu nokkra. Þar var auglýst eftir manni undir þrítugt, sem gæti tekið að sér eftirlit með rekstri fasteignar í Hampshire. Hann hafði einmitt æfingu í slíku starfi frá Monks Long- ton. Hann sendi tilboð og fékk svar daginn eftir, þar sem hann var beðinn um að koma til við- tals í Holton Tower. Bréfritar- inn nefndist J. William Clay- ton. 52 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.