Heimilisritið - 01.06.1945, Side 60

Heimilisritið - 01.06.1945, Side 60
„Hver veit hvort ég sé hann nokkru sinni á lífi framar“, sagði hún kjökrandi, þegar Matilda bað hana að reyna að vera ró- lega. Loks kom læknirinn út og brosti góðlátlega til Önnu. Hún brosti á móti í gegnum tárin og reyndi að sigrast á svima, sem ásótti hana. „Má ég fara inn til hans?“ sagði hún bænarrómi. „Já, sem snöggvast“, svaraði læknirinn. „En hann er mjög þjakaður enn, og þér verðið að gæta þess að þreyta hann ekki“. Anna gekk inn í skýlið. Mar- tin lá máttvana og fölur, á mjórri dýnu með ábreiðu ofan á sér. Hann var með lokuð augu, en opnaði þau, þegar Anna gekk til hans. Hann virtist verða steinhissa á komu hennar. „Anna! Hvernig í ósköp....“ „Martin, ástin mín! Þú mátt ekki tala, læknirinn segir það. Hugsaðu ekki um það, hvernig á því stendur að ég er hérna. Hafðu það eitt hugfast, að héðan í frá munum við aldrei skilja“. Hún kraup við hlið hans og þau héldust lengi í hendur. Hann lá hreyfingarlaus með lokuð augun. Loks stóð hún upp og gekk út til hinna. „Hann sefur“, sagði hún, og augu hennar ljómuðu af ham- ingju. 58 Þegar komið var undir kvöld,. komu þær aftur. Hann var þá orðinn næstum jafngóður. Hann brosti ef hann sá Matildu í þessu óvenjulega umhverfi. Hún gekk þá til hans og sagði í sínum algenga hryssingstón: „Læknirinn segir, að þú sért vel fær um að ferðast, svo að ég hef hugsað mér að fara með þig heim til Monks Longton í kvöld. Eg sé enga ástaeðu til þess að þessi flóðgarður fái einkarétt á að njóta ávaxtanna af þeirri erfiðisvinnu, sem þú átt fyrir höndum. Monks Longton hefur verið vanrækt nógu lengi. Nú skaltu snúa heim og sinna skyldustörfum þínum“. Hann leit á hana efablandinn á svip. „En Matilda, ég —“ „Svona nú, ekkert „en“ leng- ur1', sagði hún höst. „Þú ert þó alltént erfingi minn, og ég býst við að ég hafi rétt til að vænta einhverrar aðstoðar frá þér“. „Erfingi þinn!“ Hann botnaði ekki neitt í neinu. „Nú, en þú sagðir síðast þegar við sáumst __U „Hvað um það, síðan hef ég breytt arfleiðsluskrá minni“, sagði hún snögg. „Eg fór til lög- fræðingsins míns í London í gær og breytti arfleiðsluskránni þér í vil. Eg talaði líka við sérfræð- inginn. sem ég fór til fyrir fimm HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.