Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 8
að mjnnsta kosti tuttugu þýzk-
ir hermenn.
Stríðhærður risi, sem sat klof-
vega á stól og reykti langa krít-
arpípu talaði til þeirra á lýta-
lausri frönsku:
„Jæja, herramenn, hefur ykk-
ur gengið vel veiðin?“
Þá lagði hermaðurinn fullan
fiskpokann, sem hann hafði ver-
ið svo hugulsamur 'að taka með,
við fætur liðsforingjans. Prúss-
inn brosti. „Ekki sem verst, sé
ég er, en hlustið nú á mig og
verið ekkert hræddir. Eftir því
sem ég kemst næst, eruð þið
tveir njósnarar, sendir til að
kynna ykkur hvað ég aðhefst.
Ég tek ykkur til fanga og læt
skjóta ykkur. Þið látizt vera á
veiðum, til þess að ég uggi ekki
að mér. Þið hafið nú verið svo
óheppnir að falla mér í hendur.
Þannig er stríðið. En fyrst þið
komuzt hingað fram hjá útvörð-
unum, hljótið þið að hafa lykjl-
orð til að komast aftur. Gefið
mér. upp þetta lykilorð, og ég
skal sleppa ykkur.“
Vinimir tveir stóðu þögulir
hlið við hlið, fölir af skelfingu.
Taugaóstyrkurinn, sem læsti sig
um hendur þeirra, svo að þær
fóru ofurlítið að skjálfa, kom
upp um þá.
„Það skal aldrei neinn fá að
vita um það. Þið verðið látnir
fara í friði. Leyndarmál ykkar
hverfur með ykkur. Ef þið neit-
ið, er það sama og dauði. Kjósið
nú!“
Þeir stóðu hreyfingarlausir án
þess að bæra varjrnar.
Prússinn var hinn rólegasti og
hélt áfram að tala, um leið og
hann benti með höndunum til
árinnar. „Gerið ykkur í hugar-
lund að vera eftir fjmm mínút-
ur komnir njður á botn yatns-
ins. Eftir fimm mínútur. Ég
býst við, að þið eigið ættingja?"
Ennkváðu við þrumur í Mont-
Valerien.
Fiskimennirnir tveir stóðu
enn þögulir. Þjóðverjinn sneri
sér við til að gefa fyrirskipanir
á móðurmáli sínu. Því næst
færði hann stólinn ofurlítið til
hliðar, ejns og til þess að vera
ekki of nærri föngunum, en tólf
menn tóku sér stöðu í tuttugu
skrefa fjarlægð, með riffla í
höndum.
„Ég gef ykkur eina mínútu“,
hélt liðsforinginn áfram. „Ekki
sekúndu framyfir!“
Þá reis hann skyndilega upp,
gekk til fransmannanna tveggja,
tók Morissot við hönd sér, leiddi
hann dálítið afsíðis og sagði vð
hann í lágum hljóðum: ,Fljótur
nú. Lykilorðið? Vinur þinn fær
ekkert að vita um það. Ég skal
þykjast láta ykkur báða lausa“.
Morissot hafði ekkert aðsegja.
Þá leiddi Prússinn Monsieur
HEIMILISRITIÐ