Heimilisritið - 01.04.1946, Page 10

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 10
Lífseigt hjónaband örgeðja leikara Sannleikurinn um Ray Milland og konu hans Eftir LOUELLE PARSONS MANUÐUM SAMAN spáði ég því, að svo myndi að lokum fara, að Milland-hjónin myndu taka saman aftur. Það kom líka á dag- inn. Ég skal segja ykkur hvernig á því stóð, að ég áræddi að halda þessu fram, þótt flestir teldu það fjarstæðu, er eitthvað höfðu kynnt sér málið. Ef þið hefðuð tækifæri til að tala við ltay, eins og ég hef haft, þá mynduð þið komast að raun um, að honum hefur aldrei þótt vænt um nokkra aðra stúlku en konuna sína, og að ósamlyndi þeirra átaf- ar eingöngu af því, sem hann nefn- ir „ört geð og skapbrestir“, sem ekki er óeðlilegt að leikari hafi, er unnið hefur jafn-mikið og Ray, undanfarin þrettán ár. Milland-hjónin höfðu skilið þrisvar, og síðast héldu bæði, að nú væri það búið. Eitt sinn stóð hann við barborð og var að blanda sér Martini-cocktail. Þá sagði hann: „Mal er yndisleg kona, góð, falleg, alveg gallalaus, og hún er glaðlynd. Ef nokkuð er að henni, þá er það helzt það, að hún hlust- ar um of á raunatölur annarra. Það kom fyrir, að þegar ég kom heim voru kanski fjórir eða fimm 'kunningjar þar og allir voru þeir að segja henni frá áhyggjum sín- um. Ég óskaði mér að þeir færu heim til sín eða hefðu aldrei kom- ið, því að ég hafði líka mínar á- hyggjur og þurfti að ræða um þær við hana. Hún er svo uppgerðar- laus og ráðholl, að allir, sem hafa einhverjar áhyggjur, koma með þær til hennar. Ég er Welsh-mað- ur að ætt og því örgeðja, en á samt bágt með að koma orðum að því sem ég vil segja. Ég hef aldrei litið neina stúlku hýru auga frá því ég hitti Mal. Ég kynntist henni fyrir þrettán árum í spilaklúbb hjá Mörthu Sleeper. Ég horfði á Mal og drap 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.