Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 20
lega áberandi sumarfötum og það
var eftir henni, að staðnæmast ein-
mitt þar sem sólargeislarnir féllu á
hár hennar, til þess að vekja at-
hygli á, hversu glóbjart það var.
Hún var eins og steindauð og
bjánalega skreytt tízkubrúða, þar
sem hún stóð með nýtízku hatt
sveiflandi í annarri hendinni, þarna
langt uppi í sveit.
Kátínan við borðið breyttist í
óskemmtilega þögn. Donald stóð
upp og leiddi Amber til sætis. Hil-
ary kveikti sér í sígarettu, til þess
að beina athygli sinni frá því,
þegar Donald bauð unnustu sinni
góðan dag með kossi. Hún hugs-
aði með sér, að það væri enginn
vandi að vera í sama herbergi og
Donald og Arnber, ef hún gætti
þess aðeins að sjá ekki það, sem
olli henni sársauka. Hún brosti til
Farrars, sem var að rökræða, hvort
rétt væri að ganga með staf.
Dagurinn leið fyrr en varði með
hlátruni og smásonnum og dálitlum
kvíðahrollum, og um kvöldið spil-
uðu þau nokkrar rúbertur í bridge.
Um sunnudaginn var fagurt veð-
ur og þau óku í stóra bílnum, sem
Donald átti, til gömlu kirkjunnar.
Þegar þau höfðu skoðað hana sagði
Donald: , Hver er með að ganga
heim?“
Farrarhjónin litu löngunaraug-
um til bílsins og Donald hló. , Þið
eruð ljótu letingjarnir. Farið þið
í bílnum. Við fjögur —“ hann átti
við Hilary, Amber, Hennesey og
sig, „göngum“. Hann hallaði sér að
Amber. ,.Það er ekki nema tæpur
kílómetri, elskan, þú þreytist ekki
af að ganga það, ha?“
Amber var skynug. Hún kunni
hlutverk sitt til hJítar. Hún vissi,
að rétt var að láta undan kenjum
og óskum unnustans, fyrir brúð-
kaupið. „Ég vil langtum heldur
ganga“, sagði hún sætri rödd.
Þau héldu af stað eftir krókótt-
um veginum, sem lá í gegnum lítið
sveitaþorp. Hilary gekk ’við hlið-
ina á Hennesey með hendur í vös-
um, bar höfuðið hátt og kipraði
saman augnalokin í sólskininu.
Donald og Amber gengu nokkrum
skrefum á undan.
Fyrir utan eitt af litlu húsunum
í þorpinu stóð hópur manna. Hil-
ary sá að Donald nam staðar og
heyrði að hann spurði hvað um
væri að vera.
Hún heyrði ávæning af samtal-
inu.
„Litli drengurinn hennar frú
Granleys.... hættulega veikur...
getur engu komið niður“. Og hún
sá að Donald beygði höfuð sitt
og gekk inn í húsið.
Amber var að kveikja sér í síg-
arettu, þegar þau hin komu á vett-
vang. „Þetta er ekkert“, sagði hún
og blés reykjarstrók yfir öxlina á
sér. „Það er einhver krakkaangi,
sem er illt í hálsinum. Ég skil ekki,
hvað Donald heldur sig geta gert
18
HEIMILISRITIÐ