Heimilisritið - 01.04.1946, Page 25

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 25
leitað sér athvarfs og stuðnings hjá. En hún átti ekkert. í þrjú ár hafði Ivan — eiginmaður hennar — haldið henni uppi, og iðulega minnt hana á það. Svo þessi skyndilega, ákafa ást hennar til Roberts. „Hvað hef ég elskað hann lengi?“, hugsaði hún aftur. En fortölur hans og ástarhót gátu ekki á einum klukkutíma losað það tak, sem Ivan hafði alla þessa mánuði sífellt náð betur og betur á henni, eins og þegar köttur læsir 'klónum í mús. Hún var enn í regnkápunni. Hún fór úr henni og hengdi hana upp í skáp í hinum enda herbergisins. Ilún hafði mörgum sinnum séð Robert í þessari kápu. Hún lagði ennið upp að henni litla stund. En nú var öllu lokið. Gröfin hafði þeg- ar beðið þessarar ástar, áður en hún vaknaði til lífs. Hún sagði með sér, að þessar hugsanir væru fráleitar líka. Hún yrði að reyna að jafna sig, áður en Ivan kæmi heim. Það rigndi stöðugt. Hún heyrði umgang og einhver staðnæmdist rétt fyrir framan dyrnar á bóka- stofunni, þar sem hún var, og hún heyrði, að einhverjir voru að tala saman. Beint upp yfir henni — í herbergi Ivans — heyrði hún að gengið var vfir gólfið og glugga lokað. Hún sat kyrr og reyndi að öðl- ast styrk til að mæta Ivan augliti til auglitis. Og án þess að henni væri það ljóst vöfðust íálmangar Goddens-húsins um hana á nýjan leik, heltóku hana, drógu mátt úr henni, svæfðu alla löngun hennar til að losna, Og svo var skyndilega hringt dyrabjöllunni. Einhver flýtti sér til dyra, mannamál heyrðist og dym- ar voru opnaðar. Ivan var kominn aftur. Og hjarta Marciu Goddens barð- ist svo í brjósti hennar, að henni fannst eins og það væri að springa. Iíún dró andann djúpt nokkrum sinnum, reis á fætur og gekk til dyra. IV. ICAPÍTULI IVAN GODDEN, sem nærri hafði misst lífið í bílslvsi, kom heim af sjúkrahúsinu átjánda apríl, rnánuði eftir að slvsið varð. Blakie læknir kom með hann í bílnum sínum. Ivan studdist við hann og Ancill, er hann staulaðist hægt og varlega inn í bókastof- una. Þegar hann var seztur leit hann í kringum sig eftir Marciu, benti henni að koma og lagði hvíta, kalda fingur sína á kinn hennar, svo að hún neyddist til að beygja sig eftir kossi hans. Það tók ekki nema eina eða tvær sek- úndur, en Marciu fundust þær langar. Auðvitað gat sú von henn- ar ekki staðist, að kossar Robs HEIMILISRITIÐ 23

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.