Heimilisritið - 01.04.1946, Side 26

Heimilisritið - 01.04.1946, Side 26
myndu byggja upp varnargarð gegn hinu tómlátlega þvingunar- valdi, sem Ivan hafði yfir henni. Og ósjálfrátt magnaðist skyndi- lega hjá henni sá ótti, að Ivan gæti lesið hugsanir hennar eða að kossar Itobs hefðu orðið sýni- 'legir og væru enn á vörum hennar. Breatrice sagði: „Hérna er skanimel undir fótinn þinn“. Blakie læknir fór líka að tala, svo að Marcia þurfti ekki að láta á sér bæra, er hún stóð þarna við hlið Ivans, sem sat í eftirlætisstól sínum. „Þú ert eiginlega auglýsing fyrir mig“, heyrði Marcia að Bla'kie sagði, þegar suðan hvarf frá eyrum hennar. „Að þú skulir vera kom- inn af spítalanum eftir mánuð, jafngóður, nema öklinn — það myndi einhvef hæla sér af, sem hefði séð hvernig þú varst útleik- inn. Þú hefur að vissu leyti gert mér greiða Ivan“. Ivan varð gremjulegur á svip. „O, ætli þetta hafi nú verið svo voða- lega hættulegt“, sagði hann. „Ekki það, að ég sé þér ekki þakklátur. En maður kærir sig samt ekkert um, að kunnátta læknisins manns ráði því, að á mann sé litið eins og mirinisvarða hans. Það er nú einu sinni svo, að læknar eru til þess að bjarga sjúklingum sínum, er það ekki?“ Marcia reyndi að láta sér koma eitthvað í hug, til að breyta um umræðuefni, en liún gat það ekki, því að í augu Ivans hafði allt í einum komið þetta óútreiknanlega dáleiðsluafl, sem hún kannaðist alltof vel við. Blakie glotti. „Okkur tekst það ekki alltaf“. sagði liann ópersónulegri rödd. „En ofþreyttu þig nú ekki í fætinum, Ivan. Og hrcyfðu ekki við umbúð- unum“. Hann beygði sig niður og þuklaði á þunna silkisokknum, sem var utan um öklabindið. „Þetta fer ágætlega. Eg lít inn í kvöld, eftir að búið er að borða hjá Verity, og sé um að þú sofir vel í nótt“. „Ágætt“, sagði Ivan og leit á- hyggjufullur á fót sinn. Marcia fylgdi lækninum til dyra. Blakie nam staðar í útidyragætt- inni og leit rannsóknaraugum á hana. Marcia varð vandræðaleg — fannst hálft í hvoru atburðirnir í húsi Veritys myndu vera skráðir í svip hennar. Til þess að afsaka það, hvað Ivan hafði verið ókurteis við hann, sagði hún: „Við — Ivan er þér mjög þakk- látur —- þó að hann —“. Ilann greip fram í fyrir henni undarlega æstur og ákveðinn: „Ivan!“ hreytti liann út úr sér. , Ég vildi að hann væri aftur kom- inn á spítalann til mín!“ Marcia brosti. „Hvað mynd- irðu þá gera við hann?“ spurði hún. Hann var þungur á svip og 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.