Heimilisritið - 01.04.1946, Page 28

Heimilisritið - 01.04.1946, Page 28
stætt — hvort hún ætti að hlýða boði Robs. Hún fann að hún gat það ehki strax, en ef til vill seinna, þegar hún hefði haft tíma til umhugsunar, tíma til að ákveða hvernig það væri unt, tíma til að safna saman öllum styrk sínum. Ef til vill gat ást þeirra sigrast á öllu, fyrr eða síðar. En þetta var aðeins andartak, því að áður en varði opnaði An- citl hurðina og sagði að maður hennar óskaði viðtals við hana. Hún faldi bréfið í pilsvasa sín- um og gekk inn til Ivans. Hann var einn. „Hvaða bréf varstu að fá?“ spurði hann brosandi. „Ancill sagði mér frá því. Var það frá einhverjum sem ég þekki?“ Henni var innanbrjósts, eins og flestum í nærveru Ivans, eins og hún væri í stóru glerhulstri, við- búin og þó varnarlaus fyrir hvers- kyns kvalastungum. „Lof mér að sjá það“, sagði hann. Bcatrice kom í þesum svifum inn með einhver skjöl og bjargaði henni þannig án sinnar vitundar. „Ég ætla að hringja til Verity og segja henni, að við Marcia get- um ekki kornið“, sagði Beatrice. „Ilvaða vitleysa“, sagði Ivan. „Haldið þið, að ég vi'lji að sagt sé, að ég hafi haldið ykkur heima. Hverjir koma?“ Marcia hafði áður sagt honum það og Ivan gleymdi engu. En 2fí hann vildi auðvitað láta segja sér það aftur, til þess að undirstrika, hvað hann væri nákvæmur í öllu. Beatrice varð fyrir svörum. Þar sem hún stóð og horfði á Ivan tók Marcia enn einu sinni eftir því, hvað systkinin voru áberandi lik hvort öðru. Það voru aðeins augun. Augu Beatiice höfðu ekki þetta stingandi, sérkennilega augnaráð Ivans. Augu hennar voru dimm og fjarræn og undirförul, fannst Mar- ciu. „Fáir“, sagði Beatrice. „Verity og Rob Copley, Marcia, Galway Trence og Bakie læknir. Ég verð heima hjá þér“. „Ég held nú síður“. Rödd hans var reiðileg, hann varð fölari í kinhum og augun hvítnuðu, nema hin köldu, svörtu sjáöldur þeirra. Beatrice hikaði, en sagði svo: „Ekki ef þú vilt það síður, Ivan“. Hún lagði bréfin, sem hún hafði haldið á, á borðið. „Viltu að ég svari þessum núna strax?“ „Ætli það sé ekki bezt — ja —- við skulum sjá... . Hvert ertu að fara Marcia?“ Hún hafði gengið til dyranna, en stanzaði snögglega. Hún var með bréf Robs í vasanum, og gat al- veg eins átt von á að Ivan tæki það af henni með góðu eða illu. „Ég ætlaði upp. Var það eitt- hvað sérstakt?" „Já, heldurðu að þú vildir skrifa nokkur bréf fyrir mig? Ég HEIMILISRITEB

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.