Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 30

Heimilisritið - 01.04.1946, Síða 30
að spyrjast nánar fyrir um bréf- ið. Hann hafði áreiðanlega ekki 'gleymt því. En það var á öruggum stað, og hún gæti sótt það síðar. Ef til vill begar hann væri farinn að sofa um nóttina — í herberg- inu við hliðina á-hennar herbergi. Hjartað barðist um í brjósti hcnn- ar og kveljandi kvíðahrollur og skelfing gagntók hana. Friður og ró undanfarandi vikna var úti. Hvers vegna hafði hann komið aftur? „Það eina sem ég vil segja, er þetta, Marcia“, sagði Ivan og starði á hana með stingandi aug- um. „Ég hef ekki fyrr talað um það, sem gerðist síðast þegar við vorum ein saman í þessu her- bergi. En það er geymt og ekki gleynit. Já, og auðvitað fannst mér rétt að vara Beatrice við þér og segja henni, hvað þú hegðaðir þér — undarlega þennan dag. Og það verður einnig skylda mín að vara Verity og fleiri við þér, éf mér þykir þess þurfa. Seinna skul- um við ræða nánar um það, sem þá gerðist. Það er naumast heppi- legt að hlaupa til nágrannanna með veikan hund, sem réttast var að drepa. Og segja þeim, guð má vita hvaða, bölvaða vitleysu. Og gleyma sjálfri sér, og öllum dreng- skap, þakklæti — taka ekki tillit til neins af því sem þér ber —“ Hann var venju fremur fölur, augn- hvítan mjallhvít og gljáandi, sjá- öldrin kolsvört og lítil og hann dró andann fremur ört. „Þú gengur jafnvel svo langt að ráðast á mig, líkamlega". Hann stillti sig er hon- um var ljóst, að hann gaf tilfinn- ingum sínum of lausan tauminn. „Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta nú. Ég er lasinn; ég þarf á öllum kröftum inínum að halda til þess að verða jafngóður aftur. Þú mátt fara núna“. Það var óskaplegt að sjá, hvað hann tók það nærri sér að hafa stjórn á sér. En hvað ætlaði hann að gera? Hvaða ráðstafanir gagnvart henni? Hvað gat hann gert henni, jafn- grimmilegt og augnaráð hans gaf í skyn að hann myndi gera? „Ivan, þú verður að segja mér — þú verður —“. .:Ég sagði að þú mættir fara. Langar þig kanski til að ég biðji Ancill að fylgja þér til dyra?“ Iíonum var trúandi til þess. En þegar hún var kominn að dyrunum kallaði hann á hana hast- ur. Hún kom, staðnæmdist frammi fyrir honum og horfði framan í hann. Hann hafði sleppt dagblað- inu og fallegu hendurnar hans krepptust um stólbríkurnar. Hann var í svarta innisloppnum sínum Og minnti á stóran veiðikött. Ivan sagði: ,Komdu nær mér“, og lét hana setjast á skammelið. Kynlegir skuggar mynduðust við munnvik hans. 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.