Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 30

Heimilisritið - 01.04.1946, Blaðsíða 30
að spyrjast nánar fyrir um bréf- ið. Hann hafði áreiðanlega ekki 'gleymt því. En það var á öruggum stað, og hún gæti sótt það síðar. Ef til vill begar hann væri farinn að sofa um nóttina — í herberg- inu við hliðina á-hennar herbergi. Hjartað barðist um í brjósti hcnn- ar og kveljandi kvíðahrollur og skelfing gagntók hana. Friður og ró undanfarandi vikna var úti. Hvers vegna hafði hann komið aftur? „Það eina sem ég vil segja, er þetta, Marcia“, sagði Ivan og starði á hana með stingandi aug- um. „Ég hef ekki fyrr talað um það, sem gerðist síðast þegar við vorum ein saman í þessu her- bergi. En það er geymt og ekki gleynit. Já, og auðvitað fannst mér rétt að vara Beatrice við þér og segja henni, hvað þú hegðaðir þér — undarlega þennan dag. Og það verður einnig skylda mín að vara Verity og fleiri við þér, éf mér þykir þess þurfa. Seinna skul- um við ræða nánar um það, sem þá gerðist. Það er naumast heppi- legt að hlaupa til nágrannanna með veikan hund, sem réttast var að drepa. Og segja þeim, guð má vita hvaða, bölvaða vitleysu. Og gleyma sjálfri sér, og öllum dreng- skap, þakklæti — taka ekki tillit til neins af því sem þér ber —“ Hann var venju fremur fölur, augn- hvítan mjallhvít og gljáandi, sjá- öldrin kolsvört og lítil og hann dró andann fremur ört. „Þú gengur jafnvel svo langt að ráðast á mig, líkamlega". Hann stillti sig er hon- um var ljóst, að hann gaf tilfinn- ingum sínum of lausan tauminn. „Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta nú. Ég er lasinn; ég þarf á öllum kröftum inínum að halda til þess að verða jafngóður aftur. Þú mátt fara núna“. Það var óskaplegt að sjá, hvað hann tók það nærri sér að hafa stjórn á sér. En hvað ætlaði hann að gera? Hvaða ráðstafanir gagnvart henni? Hvað gat hann gert henni, jafn- grimmilegt og augnaráð hans gaf í skyn að hann myndi gera? „Ivan, þú verður að segja mér — þú verður —“. .:Ég sagði að þú mættir fara. Langar þig kanski til að ég biðji Ancill að fylgja þér til dyra?“ Iíonum var trúandi til þess. En þegar hún var kominn að dyrunum kallaði hann á hana hast- ur. Hún kom, staðnæmdist frammi fyrir honum og horfði framan í hann. Hann hafði sleppt dagblað- inu og fallegu hendurnar hans krepptust um stólbríkurnar. Hann var í svarta innisloppnum sínum Og minnti á stóran veiðikött. Ivan sagði: ,Komdu nær mér“, og lét hana setjast á skammelið. Kynlegir skuggar mynduðust við munnvik hans. 28 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.