Heimilisritið - 01.04.1946, Side 44

Heimilisritið - 01.04.1946, Side 44
Grunur hans var á rökur reist- ur. Eitt augnablik var hann agn- dofa. Þetta var bam Walsh! Hann minntist þess, að hermað- urinn hafði eitt sinn talað um hjónaband sitt, þótt hann hefði ekkert minnzt á bam. Morgan hafði alls engan áhuga haft á fortið mannsins, hafði engra spurninga spurt, gengið út frá því að hjónabandið hefði verið skammvinnt, leiðinlegt, og því minna sem talað væri um það, því betra. Hann hafði ekki hugs- að meira um málið, og Walsh hafði aldrei framar minnzt á það eða rætt um það í bréfum sínum. I fyrsta sinn, frá því er hann tók upp nafn Walsh, virt- ist uppljóstrun yfirvofandi. Drengurinn hafði bersýnilega aldrei séð föður sinn, eða verið of ungur til þess að muna eftir honum. En ef móðirin birtist ... Hann réyndi að láta á engu bera. Það kom sér vel, að hann var að fara úr borginni. Hann gat losnað við snáðann mjög auðveldlega. „Hvað segirðu mér um móður þína?“ spurði hann „Hvar er hún?“ „Hún veiktist illa, og ... og þeir fóru með hana í burtu“, svaraði drengurinn, og varir hans titruðu. „Og ... og síðan kom frúin og sagði mér, að hún væri dáin“. Morgan dró andann léttara. „Hvenær var það? Hvað er langt síðan?“ „Ég man ekki, bara ... bara frúin, hún tók mig með sér á stað, þar sem var fullt af öðrum litlum drengjum og stúlkum, og ég varð að vera þama, hvort sem ég vildi eða ekki“. „Heimili, var það munaðar- leysingjaheimili?“ „Stórt hús, stærra en þetta“, svaraði drengurinn. „Mér leidd- ist. Ég strauk í burtu eins fljótt og ég gat og ... og kom þangað, sem stóð skrifað á miðann. Ég sagði ekki nokkrum lifandi manni frá því“. „Hvenær lét mamma þín þig fá miðann, sem var skrifað á?“ „Þegar hún var veik. Hún sagði, að kanski myndi sér ekki batna og ... og hún gæti ekki hugsað um mig framar, og ... og ef 'henni batnaði ekki, skyldi ég fara hingað, því að þú værir pabbi minn og kanski, þú ... þú —“ Drengurinn varð skjálf- raddaður og fór að vatna mús- um. Morgan horfði á hann, og það kom kökkur í hálsinn á honum. Þetta var nú orðið ljósara. Walsh hlaut aðhafa skrifað kon- unni áður en hann fór úr borg- inni. Hvers vegna og hve löngu áður, var óvíst. Hvort sem hún hafði svarað eða ekki hafði hún 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.