Heimilisritið - 01.04.1946, Side 47

Heimilisritið - 01.04.1946, Side 47
skildu, vaknaði ég um ellefu- leytið við þ'að, að Joan hringdi og sagði : „Ruth, Parson hringdi til min, til þess að vita, hvort það væri satt, að Phil og ég værum skilin. Hvernig hún hef- ur komizt að því, að Phil fór í kvöld alfarinn heim til foreldra sinna, veit ég ekki, en það er satt, svo að ég viðurkenndi það. En ég get ekki sagt frá því, hvers vegna við skildum. Þú veizt það bezt sjálf, að það er ekkert, sem ég get sagt 1 því sambandi“. Þetta er líka hverju orði sannara. Við þennan skiln- að er ekkert yfimáttúrlegt. Það er ekkert, sem Joan getur sagt, vegna þess að það er ekki hægt að skýra frá þeim leiðindum, sem allt í einu grípur tvær persónur, sem aldrei h'afa átt skap saman. Hins vegar vissu þau Phillip ekkert um þessa hræðilegu stað- reynd, þegar þau giftu sig, eftir að hafa þekkzt í þrjár vikur. I raun og veru vár sannleikurinn sá, að þau vissu ekkert hvort um annað, nema það, að þau voru ákaflega . ástfangin hvort af öðru. Það var fyrir þrem árum, að Joan hringdi til mín og sagði mér, að þau væru gift. Eftir nokkra klukkutíma var ég kom- in til þeirra. Hver blindur blaða- maður hefði getað séð, að Phil Terry var bæði gáfaður, vel upp- alinn og einlægur. Þótt hann væri á fertugs aldri og hefði ekki verið giftur fyrr, þá leit hann út fyrir að vera sá maður, sem myndi reynast góður eigin- maður. Ég vonaði innilega, að þetta væri sá góði félagi, sem Joan hafði alltaf verið að leit'a að. Ég vissi, að það, sem hún þráði mest, var að eignast ró- legt heimil. Hún vildi líka eign- ast fleiri börn, þótt það kostaði það, að þau þyrftu að taka að sér uppeldisbarn. Og Phil sagði einnig, að Joan væri sú kona, sem hann hefði verið að leita að alla sína ævi. SAMT sem áður álít ég, að þótt hjónaband þeirra væri byggt á svo stuttri viðkynningu, hefði það getað blessazt, ef Phil • hefði náð betri árangri í starfi sínu en raun bar vitni um. Phil er ekki síður metorðagjam en til dæmis Clark Gable eða Greg- ory Peck, svo einhverjir séu nefndir. Þegar þau giftust, hafði Joan samning við M-G-M, og Phil lék einnig í nokkrum myndum hjá því fyrirtæki. Þegar Joan fór frá Metro, fór Phil þaðan líka og réði sig hjá RKO félaginu. Þar fékk hann eitt stórt hlut- verk, sem hann var alveg gjör- ómögulegur í. Síðan fór hann HEIMILISRITIÐ 45

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.