Heimilisritið - 01.04.1946, Side 54

Heimilisritið - 01.04.1946, Side 54
íagursköpuðum fingrunum stirð- busalega utan um ískalt glasið, Hvernig sem á því stóð, kom mér allt í einu í hug, eitthvað það, sem .Saunders hafði verið að segja frá, rétt áður og ég hafði ekki veitt athygli, nema með öðru eyranu. Með kynlegri, örvæntingarfullri vissu starði ég á fingur hans, er þeir slepptu takinu af glasinu; þeir linuðust ekki alveg, það réttist ekki alveg úr þeim. Og um leið og hann dró höndina tii sín greindi ég — skyndilega gripinn skelfingu, eins og ég hefði séð logandi rjóðu- kross í myrkri — djúpt, voðalegt ör eftir þórshamarsmerkið, sem hafði verið brennimerkt inn í sina- beran lófa hans. ENDIR - - “ Þú leizt inrt í myrkrið Þú leizt inn í myrkrið og mynd hennar sást, fcá minningar vöknuðu dvalnum af: — Hún fór yfir úfið og hamstola haf, á hörpuna lék hún um fegurð og ást, með tónunum innsæi gestunum gaf t í geima, sem aðeins í listinni sjást. — Allt hennar dulæna líf var sem list. Hið liðna þér birtist, sem þú hefur misst. Þú leizt inn í myrkrið og sást þessa sýn, er söknuðinn vakti og ákafa þrá; en eitt er að finna og annað að sjá, og endalaust djúp milli hennar og þín. Ég vissi, að harmur í húminu lá, því hjarta mitt skildi, hve lifsgleðin dvín, þá ástvinir skilja, sem unnast svo heitt, að einungis dauðinn fær gleðinni eytt. í húminu einan ég síðast hann sá með söknuð í brjósti og ákafa þrá. Einar Markcm. 52 HEIMIUISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.