Heimilisritið - 01.04.1946, Side 63

Heimilisritið - 01.04.1946, Side 63
* hjá Bretum að útvarpa því til almennings í Þýzkalandi á hans eigin máli, að meginjámbraut- arstöð borgarinnar hafi verið brennd, þar sem hún sendur ó- sködduð. Berlín, 12. sept. 1940. Orðasveimur er hér um það, að innrásin mikla í England sé ákveðin aðfaranótt 15. septem- ber. Þá er fullt tungl og stendur vel á sjó í Ermarsundi. Genf, 16. sept. 1940. Þær fregnir berast nú yfir frönsku landamærin skammt héðan, að Þjóðverjar hafi freist- að landgöngu í Bretlandi, en orð- ið frá að hverfa og goldið hið mesta afhroð. Trúi sögunni var- lega. Berlín, 19. sept. 1940. Aldrei hafa blöðin verið eins sárreið við Breta og nú, síðan styrjöldin hófst. Þau segja, að síðastliðna nótt hafi þeir varpað sprengjum á fávitahæli Bodel- schwings í Bethel í Vestur- Þýzkalandi, drepið þar níu ung- linga og sært tólf. Blöðin eru dálkafull af rétt- látri reiði gegn Bretum fyr- ir það, að gjalda Þjóðverjum líku líkt af ráðnum huga. Ritskoðunin á útvarpsþáttum okkar verður verri og harðari með degi hverjum. Ég lenti í hörku- rimmu við einn nazistaritvörðinn í kvöld. Hann vildi ekki leyfa mér að lesa blaðafyrirsagnirnar, sem ég 'tilfærði. Hann sagði, að þær gæfu Bandaríkjamönnum „rangar hug- myndir“, og ég væri of háðskur, jafnvel í vali hlaðafyrirsagnanna. Berlín, 20. september. Eg er að velta fyrir mér, til hvers ég er hér. Fyrstu átta mán- uði ófriðarins var ritskoðunin sæmilega sanngjörn, miklu sann- gjarnari en sú, sem Grandin og Sevareid urðu að þola í París. En síðan styrjöldin tók að harðna og eftir innrásina í Danmörku og Noreg hefur hún hríðversnað. Und- anfarna mánuði hef ég reynt að beita brögðum eftir mætti. Eg hef gefið til kynna greinarmun á stað- reyndum og fyrirskipuðum ósann- indum með tóni og raddbreyting- um, með lengri þögnum en eðli- legar eru, með því að nota amerísk- an framburð, sem fæstir Þjóðverj- ar skilja til fulls, ef þeir hafa lært ensku í Englandi, með því að gera mér mat úr einstökum orðum, orð- tækjum, setningum og málsgrein- um og hliðstæðum þeirra eftir beztu getu. En nazistar gefa mér gætur. Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 61

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.