Heimilisritið - 01.03.1949, Side 12

Heimilisritið - 01.03.1949, Side 12
York. Um það þarí' ég einmitt að tala við þig“. En hann hafði sagt henni, að hann fœri til Perth varðandi samningagerð. Það varð hræði- leg þögn, og hann hafði fundið' kokið lierpast saman. „Eg kem heim“. Svo hætti hann við allt og fór með fyrstu lest heim. „Frú Atvvell fór með drengina til tannlæknis“, tilkynnti vinnu- stúlkan. „Hún sagðist koma fljótt aftur“. Og nú myndi verða senna, enginn vafi á því, og hann kveið því, eins og allir karlmenn kvíða slíkum sennum, en einnig vegna þess, að það myndi særa Vivian hræðilega, og hann vildi ekki særa hana. Hún myndi aldrei fyrirgefa honum. Hún var ein af þeim, sem láta fremur stjórnast af hjartanu en höfðinu. Það var meinið'. Það var ekki hægt að fara til hennar og segja blátt á- fram: „Skilurðu það ekki, Vivi- an, að tolk breytist? Þessi fyrsta, heita þrá til livors annars — hún endist ekki ótakmarkað. Fólk þroskast líka. Við erum ekki hin sömu og fyrir fimmtán árum. Þú ert það ekki, og ég er það ekki . . .“. Vivian skilur það aldrei. Hún er barn, saklaus og trygg. Þetta litla liús, þetta óbreytta líf, er allur sjóndeildarhnngur hennar. Og ég er vígi hennar, og sannar- lega œtti ég að láta mér þetta nœgja líka, eða livað? Hún skil- ur aldrei, hvers vegna því er ekki þannig varið, eða livers vegna ég er eirðarlaus og þrái eitthvað meira . .. Mynd hennar blasti við hon- um á veggnum andspænis — ung kona, Ijós yfirlitum. Sólin lék í björtu hári hennar, en aug- un voru stór og dökk. Dúfu- augu, hafði Levvis kallað þau — blíð og dálítið alvarleg. Hún hafði gefið honum mynd- ina í afmælisgjöf. Hann mundi er hann kom inn og sá hana standa frammi fyrir mvndinni. Og svo kom hún til hans og fór allt í einu að gráta. „Ó, Levvis, ég elska þig svo innilega — veiztu það? Eg þarfnast þín svo . . .“ Og hún hafði sagt: „Þú veitir mér þrek. Eg óttast ekk- ert í heiminum þegar þú ert ná- lægur“. Hann óskaði, að hann heyrði ekki rödd hennar segja þetta. Óskað'i, að hún væri ekki svona lítil, fínleg og viðkvæm. Að hún elskaði hann ekki svona heitt. Hvað myndi þetta fara með hana? spurði.hann sjálfan sig. Hann hefði viljað gefa hvað sem vræri til þess að hún hefði ekki komizt að því. Hún treysti hon- um. Ekki svo að skilja, að þessi 10 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.