Heimilisritið - 01.03.1949, Page 47

Heimilisritið - 01.03.1949, Page 47
eins, að það hypjaði sg burt, svo hún gæti sofnað. Klukkan var rúmlega eitt, þegar Jana tók allt í einu eftir því, að eldd var allt með felldu. Hún þefaði og spratt glaðvak- andi fram úr rúminu. Reyk lagði inn í herbergið undan hurðinni að næsta herbergi. I einni svipan lifði hún allar þær skelfilegu sögur, er hún hafði heyrt um gistihúsbruna. Svo þreif hún símann og aðvaraði vörðinn. Hún beið óþolinmóð. Það var óhugnanlega hljótt í næsta her- bergi. Hún tók í hurðina og sá, að lykillinn stóð í skránni. Hún sneri honum einbeittlega og gekk inn. Hálfkæfð af reyk hljóp hún að glugganum og hratt honum opnum. Svo sneri hún sér að rúminu, þar sem reykurinn átti upptök sín. Það var enginn logi, en mikil, rauð' glóð. Nú heyrði hún hratt fótatak frammi á ganginum, en hún beið ekki eftir hjálpinni. Þegar slökkviliðið kom inn, var hún að draga með- vitundarlausan mannslíkama þvert yfir gólfið. Ljós var kveikt, og brunaliðs- maður beindi slökkvitæki sínu að glóandi sængurfötunum. Herbergið fylltist af hrópandi og æpandi fólki, og meðvitund- arlausi maðurinn á gólfinu lauk upp augunum og starði skelfdur á Jönu. HEIMELISRITIÐ ,JHLvað' í ósköpunum Jana!“ Kristófer stóð ósjálfrátt á fætur. „Hvernig í fjandanum stendur á því, að þú ert hér?“ Jana sveipaði sloppnum virðu- lega að sér. „Eg gæti spurt þig hins sama“, sagði hún kulda- lega. Hann fálmaði í hana, og hún sló hann utanundir svo glumdi í, en fólkið horfði á af miklum áhuga, og einn slökkvi- liðsmaðurinn gekk ógnandi á milli þeirra. „Hafið yður hægan, herra minn“, hrópaði hann. „Frúin er nýbúin að' bjarga lífi yðar, en þar fyrir hafið þér enga ástæðu til að vera nærgöngull“. Kristófer þrýsti Jönu að sér. „Þetta er konan mín“, sagði hann brosleitur. Slökkviliðsmaðurinn þreif í handlegginn á honum. „Þér er- uð fyndinn, hvað? Sleppið henni strax. Svona nokkuð líðst ekki í Jefferson gistihúsi!“ Jana varð að mið'la málum. „Því miður er það satt“, sagði hún. „Eg er konan hans, og ég vil gjarnan tala dálítið við hann, ef þér viljið gera svo vel að fara“. Hún leit borginmannlega umhverfis sig í mannþrönginni og dró Kristófer með sér inn í hitt herbergið. Hann -var dálítið sneyptur. „Þakka þér fvrir að bjarga mér“, sagði hann. 46

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.