Heimilisritið - 01.05.1949, Blaðsíða 60

Heimilisritið - 01.05.1949, Blaðsíða 60
að húsinu eins og þau höfðu gert fyrir fjórum kvöldum síðan. Og það var eins og enginn tími hefði liðið síðan, og ckkert gerzt. Hvorugt fann nokkuð ril að segja. Við kvöldverðinn með Ágústu hegð- uðu þau sér afar settlega, næstum eins og þau væru ókunnugar manneskjut1, en Ágústa lét sem hún tæki ekki eft- ir því. Þau spiluðu til klukkan tíu, þá stóð Ágúta upp og bauð góða nótt. Þrátt fyrir mótmæli hennar, fór Jana með henni upp til að aðstoða hana, því að þernan hennar átti frí þetta kvöld. Þegar Jana kom aftur fram á stiga- pallinum, heyrði hún til Johns niðri. Hún sá að hann hafði slökkt í setu- stofunni og var að bæta viðarbútum á cldinn. Þegar eldurinn hlossaði upp, flýtti hann sér að dyrunum og slökkti einnig ljósin í forsalnum. Svo stóð hann kyrr og virti fyrir sér stofuna. Því næst færði hann tvo stóla saman fyrir fram- an eldinn. Allar hreyfingar hans voru snöggar. Án þess að hugsa, hafði Jana setzt í stigann, og virti hann nú fyrir sér. Hjarta hennar sló ótt, hún varð gripin tortryggni. John leit allt í einu upp til hennar og sagði: „Nú. máttu koma niður, Jana.“ Hann kom að stig- anum. Hún stóð snöggt á fætur og blygð- aðist sín fyrir að hafa njósnað um hann, en jafnframt létti henni. Hné hennar skulfu meðan hún gekk niður stigann. „Stattu kyrr,“ sagði hann, þegar hún áttj eftir þrjú skref til hans. Uti þaut í fyrsta hauststorminum um- hverfis húsið með margvíslegum kynja- hljóðum. Gamla húsið sjálft virtist stynja und- an átökum hans. Brestir í gömlum viði og ofurlítið glamur í Ijósakrónum barst að eyrum þeirra. „Það er eins og á skipi! Heyrir þú það ekki? — eins og á skipi í stormi —“ Það var sem John talaði við sjálfan sig. Hann sneri sér frá og hlustaði, leit síðan á hana aftur. ,,Þú ert frá fjöllun- um, en þú verður að elska hafið líka, Jana.“ Hann rétti höndina að henni, en snerti hana ekki. Hún hikaði aðeins brot úr sekúndu, svo gekk hún beint í faðm hans. „Ástin mín,“ sagði hann; ,,Jana!“ og það lét í evrum hennar eins og hún heyrði nafnið nú í fyrst sinni á æv- inni. Hann strauk hár hennar og lyfti andliti hennar. Hún fann varir sínar opnast, þegar hann laut niður og þrýsti henni að sér. Allt varð dimmt fyrir aug- um hennar, en breyttist jafnskjótt í log- andi eld, sem brann, en brenndi hana ekki, heldur færði henni nýtt líf, sem hún hafði aldrei fundið til áður. Hún vissi ekki hve lengi þessar tilfinningar sasntóku hana, hún fann varir hans fjarlægjast og heyrði hann segja: „Ást- in mín!“ og „Jana,“ aftur — og hún heyrði sjálfa sig hvísla: „John“, og „ástin mín“, þegar hann leiddi hana að arninum. Lengi sátu þau þögul í stólunum, sem hann hafði fært saman, svo að þau gætu haldizt í hendur og kysstst. Þegar hann tók Itiks til máls og tal- aði um það, sem henni fannst svo dá- samlegt fyrst í stað, stóð hann fyrii framan hana og hallaði sér upp að arn- inum. Hún sá ckkj glöggt framan i 58 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.