Heimilisritið - 01.05.1949, Síða 19

Heimilisritið - 01.05.1949, Síða 19
varð það með jafnsnöggum hætti og annað hjá honnm. Hann íekk ást á ófullveðja stúlku, læsti kennslukonu henn- ar inni, dulbjó sig þannig, að hann litaði hár sitt svart og nam stúlkuna á brott. Conan Doyle heimsótti þau oft á heimili þeirra í Edinborg; hann var í rauninni eini maður- inn, sem heimsótti þau. Það voru aldrei fleiri stólar en tveir í setustofunni, en hann var van- ur að tylla sér á hlaða af brezku Læknistíðindunum, snæðá epla- búðing og hlusta á Budd, sem æddi um herbergið, æpandi og talandi, baðandi út öllum öng- unt. Er Budd hai'ði lokið háskóla- námi hvarf hann á brott frá Ed- inborg, og þar eð hann skrifaði aldrei neinum, frétti Doyle ekk- ert af honum í nokkra mánuði. En dag nokkurn, vorið 1881, barst honum skeyti frá Bristol, en þar hafði faðir Budds verið læknir. Skeytið hljóðaði svo: „Komdu strax. Eg þarf endilega að finna þig‘\ Dovle lagði þegar land undir i'ót, þess fullviss, að vinur hans hefði honum eitthvað gott að bjóða. Er lestin kom á stöðina og Budd kom auga á Doyle, rak hann upp óp mikið, togaði hann út úr vagninum, þreif töskuna hans, tejundi hann á eftir sér um göturnar og talaði um allt milli himins og jarðar nema erindi það, sem hann ætti við Doyle. Að lokum hafði hann þó orð á því: „Doyle“, sagði hann, „það sem ég vikli þér sagt hafa er, að ég er kominn í alger fjárþrot. Það er úti um mig, góði minn, nema . . . nema einhver vinur minn vilji ganga í ábyrgð' fyrir mig“. „Það get ég ekki, Budd“, stamaði Doyle. „Það er leitt að þurfa að neita vini sínum um bón, og ætti ég til þá peninga, sem með þarf . ..“ „Þú hefur e. t. heyrt“, hélt Budd áfram, „að íaðir minn var allra lækna vinsælastur í Bristol. Það eru nú sjö ár síðan hann dó. Eg hélt því áð það væri hið mesta snjallræði að setjast að á gamla staðnum og reyna að skeyta saman aftur það, sem farið hafði úr skorðum. Xafnið ætti að vera einhvers virði, hugsaði ég. Og hér dygði ekk- erl hálfkák. Sjúklingar þeir, er leitað höfðu til föður míns, voru auðugir og vildu að hús læknis- ins væri fínt og hann hefði ein- kennisklæddan þjón. Eg settist því, góði minn, að í hinu gamla húsi föður míns, en það hafði ekki verið leigt — í húsinu, sem hann hafði grætt fimm þúsund pund á ári. Eg kom mér fyrir með hinum mesta glæsibrag og HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.