Heimilisritið - 01.03.1951, Page 5

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 5
ÁST, DAUÐI, SJÁLFSFÓRN OG FLEIRA Smásaga eftir William Saroyan, — Erlingur Halldórsson þýddi TUMI Gardner, maðurinn í kvikmyndinni, á léreftinu, þykk- ur í herðum, brautarsmiður, for- seti Sikagó- og Suðvesturdeild- arinnar, hratar, gengur ekki, inn í herbergið, og lokar dyrunum. Maður veit, að hann ætlar að fremja sjálsmorð, af því hann hratar, og svo er þetta í kvik- mynd, og alllangt síðan myndin hófst, og eitthvað á að fara að gerast, eitthvað mikið, stórfeng- legt, eins og þeir segja í Hollí- vúdd, sjálfsmorð eða koss. Maður situr þarna í kvik- myndahúsi og bíður eftir því, sem maður veit, að á að gerast. Veslings Tumi hefur rétt ný- lega komizt að því, að afsprengi seinni konunnar er getið af uppkomnum syni hans og fyrri konunnar. Fyrri kona Tuma framdi sjálfsmorð, þegar hún vissi, að Tumi var orðinn ástfang- inn af ungu konunni, sem síðar varð seinni konan hans. Unga konan var dóttir forseta Santa- klöru-járnbrautarfélagsins. Hún var víur í Tuma svo faðir henn- ar gæti áfram orðið formaður Santaklöru, en Tumi hafði keypt Santaklöru fyrir níu miljónir dollara. Fyrri kona Tuma kastaði sér svo fyrir strætisvagn, þegar hún tók eftir ást hans. Hún gerði það með því að leika, bæði með andlit- inu, augunum, vörunum og göngulaginu. Þetta var ekkert ægilegt, einungis skelfing í svip bílstjórans, þegar hann var að reyna að hemla bílinn, en svo ekki meir. Það sást og heyrðist, hvernig hjólið malaði hana, það drap hana. Fólk heyrðist æpa, eins og alltaf, þegar eitthvað hroðalegt skeður, og nú fyrst skildi maður, hvernig komið vaf. Hið versta hafði skeð. Sally, fyrri kona Tuma hafði stigið upp til skapara síns. Sally hitti Tuma, þegar hann vann við járnbrautarviðgerðir. Þá kenndi hún í litlum skóla uppi í sveit. Einn dag sagði Tumi henni, að hann kynni hvorki að lesa, skrifa né reikna. Sally kenndi Tuma að lesa, skrifa, leggja saman, draga frá, marg- falda og deila. Nokkru eftir að þau giftust spurði hún hann kvöld eitt, hvort hann ætlaði sér að vinna alla tíð við járnbraut- irnar. Sally spurði hann," hvort hann hefði enga löngun til frama, en Tumi sagðist una sér HEIMILISRITIÐ 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.