Heimilisritið - 01.03.1951, Qupperneq 6
vel, það væri létt verk að vinna
við járnbrautirnar, nú ættu þau
heimili fyrir sig, og Tumi fann
sér ekkert til vanbúnaðar. Þetta
særði Sally, og nú fer hún að
leika. Tumi skildi, að Sally
mundi fyllast gleði, ef hann færi
að verða metnaðargjarn. Við
kvöldverðarborðið sagðist hann
ætla að verða það. Undarlegur
glampi kom í augu hans, andlit
hans fékk á sig mikilfenglegan
svip. Manni fannst hann þegar
vera farinn að brjótast áfram
í lífinu.
Sally lét Tuma fara í skóla
í Síkagó. Á meðan stundaði hún
vinnu hans við járnbrautirnar
til þess að hafa peninga upp
í skólagjáldið, hún var mikil
kona, hún var hetja. Eitt kvöld
um vetur sést hún á gangi með
fram brautarteinunum, berandi
alls konar áhöld og smurnings-
könnur, snjór og auðnin allt um
kring. Það var dapurlegt. Það
var líka til þess ætlast. Allt
þetta lagði hún á sig vegna
Tuma, svo hann gæti einhvern-
tíma orðið mikill maður. Dag-
inn, sem Tumi tilkynnti, að
hann hefði verið gerður yfir-
maður við smíði Missúríbrúar-
innar, tilkynnti Sally, að hún
væri með barni. Þá sagði Tumi,
að nú gæti ekkert haldið aftur
af sér. Nú hefði hann bæði Sally
og barnið til að blása í sig kraft,
og með því móti mundi hann
ná 'upp í hæðirnar.
Sally 'fæddi barnið, það var
strákur, og meðan Tumi gekk
að rúminu til hennar, heyrðist
sinfóníutónlist, og þá vissi mað-
ur, að stór stund var runnin upp
í lífi Tuma. Tumi sást koma inn
í hálflýsta stofuna, og hann
kraup hjá konu sinni og synin-
um, svo baðst hann fyrir. Hann
sagði: Faðir vor, þú sem ert á
himnum, helgist þitt nafn, til-
komi þitt ríki, að eilífu, amen.
Einhverjir heyrðust snýta sér
í kvikmyndahúsinu.
Það var Sally, sem gerði þetta
úr Tuma. Hún tók hann frá
brautarteinunum og beindi hon-
um leiðina upp í forsetastólinn.
Þá varð Tumi dauðástfanginn
af yngri og fallegri konu, og
þá kastaði Sally sér fyrir stræt-
isvagninn. Sjálfsmorðið varð
svo átakanlegt, af því hún hafði
lagt svo mikið í sölurnar fyrir
Tuma. Þetta var líka ástæðan
fyrir því, að margir fengu tár í
augu, þegar Sally fyrirfór sér.
En sjálfsmorð Sallyar dró í
engu úr ást Tuma til yngri kon-
unnar, og stuttu síðar gekk
hann að eiga stúlkuna, af því
hann var hagsýnn maður í hví-
vetria,—samt lét hann af allri
hagsýnni, þegar Hollivúdd vildi
svo vera láta. Sonur Tuma, ung-
ur maður, nýrekinn úr skóla
4
HEIMILISRITIÐ