Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 11
mestu leyti, við að hjálpa hon-
um og aðstoða í lífsbaráttunni.
Þeir ræktuðu kálmeti, og fyrir
sólaruppkomu dag livern, varð
Po-lam að leggja af stað heiman
að frá sér til þess að vera kom-
inn á réttum tíma á markaðs-
torgið. Leiðin var löng, og stóru,
flötu körfurnar tvær, sem hann
bar á bambusoki á herðunum,
voru auk þess talsvert þungar'.
En hann hirti ekkert um það,
heldur söng af kappi við lævirkj-
ana, um hinar frjósömu hrís-
grjónaekrur og grænu engidrög.
Duglegur sölumaður var Po-
lam. Hið glaðværa skaplyndi
hans og liðuga tungutak öfluðu
honum margra viðskiptavina.
Alltaf með glensyrði á vörunum
og bros í ofanálag; og kálhaus-
arnir hans, hinar bústnu vatns-
melónur og annar sá varningur,
sem hann hafði á boðstólum,
skipti brátt um eigendur. Hann
hafði gjarnan lokið við að selja
það, sem hann liafði haft með-
ferðis, löngu á undan keppinaut-
um sínum, og því næst rann upp
sá tími sólarhringsins, sem hon-
um þótti vænzt um, og hann tók
lífinu með’ ró áður en hann srteri
neíinu í áttina að miðdegisverð-
argrjónunum og starfinu í litla
garðinum heima. Með öðrum
unglingspiltum, er voru á svip-
uðu reki og hann sjálfur, reikaði
liann um borgina — ávallt til í
góðlátlegt glens eða meinlaus
prakkarastrik.
Viðskiptavinahópur Po-lams
samanstóð einkum af þjónustu-
fólki efnaðri borgara og fremur
fátækum húsmæðrum, er gerðu
innkaup sín sjálfar. En Po-lam
tók líka eftir því, að á markaðs-
torgið komu aðrar og eftirsókn-
arverðari konur, heldur en þess-
ar maddömur, er spurðu eftir
kálmetinu hjá honum. Margar
voru þær ungu og yndislegu
blómarósirnar, er sjálfar komu
á torgið til þess að kaupa blóm
— skrautlega blómvendi, magn-
ólíur og fagurrósir eða ilmandi
liljur, ólöndrur og jasmínur í
hárið. Og þar sem Po-lam hafði
glöggt auga fyrir öllu, sem var
ungt og fallegt, tók hann að
velta því fyrir sér, hvort honum
myndi ekki einnig heppnast að
iokka þennan straum ungra
kvenna til að gera viðskipti við
sig.
I einu horni garðsins heima
hóf hann að rækta rósir. Faðir
hans hristi höfuðið. Hver myndi
vilja gefa peninga fyrir þvílíkt
rusl sem afskorin blóm? Ekki
leið þó á iöngu þangað til Po-
lam gat haldið af stað til mark-
aðstorgsins með stóra vendi af
blómum, í öllum regnbogans lit-
um, ofan á grænmetiskörfunum,
og það hlakkaði í honum, þegar
það kom í ljós, að hin fögru
HEIMILISRITIÐ
9