Heimilisritið - 01.03.1951, Side 16

Heimilisritið - 01.03.1951, Side 16
flata leirskál. Hann fyllti hana af mold og tók til við gróður- setninguna. Hann kannaðist við hinn undurfagra skrúðgarð Lis kaupmanns í stórum dráttum. Li-an hafði sýnt honum hann, eitt sinn þegar hann hafði komið með blóm heim til hennar, og ó- sjálfrátt tók hann að líkja eftir lögun hans í innihaldi flötu leir- skálarinnar. Hvernig var þetta nú annars? Rann ekki lítill læk- ur í gegnum garðinn? Og Po-lam bjó til mjóan leirskurð í moldina i skálinni, við rætur litlu dverg- trjánna, og fyllti hann með vatni. Hann gerði eftirlíkingu af brúnni, sem lá yfir lækinn, úr grönnum bambusstráum, stráði fínum perlusandi í stígana og gróðursetti örsmátt sef á lækjar- bökkunum. Og hérna í hornið', fyrir framan litla vitann, byggði hann, úr óreglulega löguðum smásteinum, hið kynlega hamra- belti, sem tilheyrir sérhverjum meiriháttar, kínverskum skrúð- garði. Allan síðari hluta dagsins vann hann að litla garðinum sín- um, og hann var harla ánægður með verk sitt. Vegna dverg- trjánna varð það hvorki meira né minna en raunverulegur garður í smækkaðri mvnd — sannkallað' listaverk. „Skrípalæti“, sagði faðirinn, þegar hann sá, á hvern hátt Po- lam hafði notað tímann, í stað- inn fyrir að reyta illgresið úr nýsánum hvítlauksbeðunum. „Maður getur varla trúað því, að þú sért bráðum orðinn tví- tugur — kominn á giftingarald- ur“. En Po-lam brosti bara, og morguninn eftir kom hann litla garðinum sínum, af mestu var- úð', fyrir í einni körfunni sinni og hélt af stað til markaðstorgs- ins. Hann vonaðist eftir að hin unga þerna Li-ans myndi koma til þess að verzla við sig. En tím- inn leið, og þegar hann hafð'i selt varning sinn upp, stóð dverg- garðurinn enn í körfunni hans. Átti hann nú að fara heim með hann aftur? Það væri næsturn því synd, og hann ákvað að af- henda hann sjálfur. Po-lam kom heim til Li-an einmitt um það leyti dagsins, þegar heitast var í veðri. Ef honum ætti að takazt að ná fundum ungu þernunnar, þá voru mest líkindi til þess að hann gæti fundið. hana á bak við húsin, í nánd við stóra eld- húsið. Hann leit yfir garðinn á leið sinni að eldhúsdyrunum, og brosti ánægjulega. Minnið hafði ekki brugðizt honum. Dverg- garðurinn hans var nákvæm eft- irlíking af skrúðgarðinum, sem Li-an hélt sig löngum í. Hljóð- laust hélt hann áfram til þess 14. HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.