Heimilisritið - 01.03.1951, Side 19

Heimilisritið - 01.03.1951, Side 19
„Leyndarmál mitt er ekki falt fyrir silfur“, svaraði hann, og leit um leið flóttalega framan í Li, kaupmann. Honum virtist sem liann heyra andvarp frá munni ungu stúlkunnar. „En sértu fús til þess að gefa mér hönd dóttur þinnar, mun ég halda áfram að vinna fyrir hana — og alla ætt þina. Hvort dverg- trén mín eru nokkurs virði, hef ég ekki hugmynd um, en séu þau það, þá á Li-an ein heiður- inn af því, því að það er hún, sem hefur kennt mér að meta duttlunga náttúrunnar og elska verk hennar, alveg eins og hún sjálf lifir og andar fyrir hið' fagra í ríki náttúrunnar“. Li kaupmaður leit spyrjandi augum af Po-lam og á dóttur sína, er nú var komin í dvra- gættina. „Hvað álítur þú, barnið mitt? Heldur þú að leyndarmál þessa ungmennis sé gjaldsins vert?“ En enginn heyrði hverju hún svaraði. Augnatillit Li-an hvíldi á Po-lam, og þau brostu hvort til annars, því að þeirra í milli var annað leyndarmál, sem var dýrmætara en allt annað á jörð- unni. Þannig á það að hafa átt sér stað, að Kínverjar uppgötvuð'u, fyrir mörgum öldum, að fram- leiða dvergtré og dvergrunna. Fyrir utan múra Chaoyang Hsien hefur verið reist musteri til lieiðurs þeim guðdómi, sem ríkir yfir öllum jurtagróðri — bæði kálmeti, ávöxtum og græn- meti — og öllum fallegum blómum. I þessu musteri brenn- ur einnig reykelsi fyrir framan altari dvergguðsins. Ég hef vitn- eskju mína frá hinum aldna presti musterisins. Ákaflega fús- lega segir hann gestum hofsins söguna af Po-lam og hinni fögru og yndislegu brúður hans. Hvort sagan hefur við sannsögulega at- burði að styðjast, eða á rætur sínar að rekja til hugmynda- flugs gamla prestsins, getum við látið liggja á milli hluta. Augna- ráð haiis er fjarrænt og torráðið, þar sem hann stendui*> þarna — sjálfur er hann dvergur, virðu- legur með langa og hvíta höku- skeggið sitt — og skoðar yndis- fögru dvergtrén sín, sem prýða hliðar háaltarisins í litla muster- inu hans. ENDIR GÆFURÍKT HJÓNABAND Árni: „Jæja, gamli vmur, hvemig líkar þér í hjónabandinu?“ Bjarm: „O — ágædcga. Eg cr afar hamingjusamur. Hún drekkur líka! “ HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.