Heimilisritið - 01.03.1951, Blaðsíða 20
Hugsanaflutningur
Tvö clœmt um bugsanaflutn-
ing, tekin upf úr júníhefti Strand
Magazine, /945.
v___________________________________J
Landslagsmynd
Ég hafði verið fluttur frá Frakklandi
í sjúkrahús í Abcrdcen. Eftir tvær vik-
ur var mér leyft að sitja uppi í rúminu.
Hjúkrunarkona, sem stundaði ntig, en
sem ég þekkti ekkcrt, bað mig unt að
setja eitthvað til minningar um mig í
lausablaðabók, sem hún notaði einkum
undir eiginhandarsöfnun.
Ég kvaðst skyldi mála eitthvað í bók-
ina, ef hún gæti lánað mér liti. Hún
kom með litastokk og yfirgaf mig svo
um tíma.
Ég sat nú stundarkorn og var að velta
því fyrir mér, hvað ég ætti að mála,
þegar landslagsmynd birtist allt í einu
í huga mér eins og litmyiul á blaði.
Ég vissi að landslagið var frá Loch
Lubnaig, og hafði ég séð það einu sinni
fyrir sex ánim. Ég teiknaði mynd af
þessu í bókina.
Þegar stúlkan kom aftur og sá lit-
myndina, sagði hún undrandk ,,Hvem-
ig stóð á því að þér teiknuðuð mynd af
þessum stað?“
Ég svaraði: „Nú, kannist þér við
hann?“
,,Já,“ sagði hún, „ég held nú það.
Þetta er útsýnið frá æskuheimili mínu
yfir Loch Lubnaig. Ég er fædd og upp-
alin þar.“
Ég hugsa að ég hafi fengið myndina
úr huga hennar. (Majór H. /. Wilson,
Gl. Barracks, Midlothian).
Skemmtun fyrir gestina
I fámennu jólahófi, þar sem ýmsir
algengir leikir voru til skemmtunar,
bauðst einn gestanna til þess að reyna
huglesturshæfileika sína. Við áttum að
einbeita huganum að cinhverjum á-
-kveðnum hlut í hcrberginu, og hann
átti síðan að koma með bundið fyrir
augun og finna aðstoðarlaust út, hvaða
hlut við hefðum valið.
Bundið var fyrir augun á níanninum
og honunr snúið í tvo hringi á miðju
gólfi, svo að hann varð alveg áttavillt-
ur. Við biðurn þegjandi eftir því að
hann veldi þann hlut, sem við einbeitt-
um öll huganum að. Loksins gekk hann
að hlutnum, sem var eitt af mörgum
jólakortum, er þarna voru. Hann hand-
fjatlaði það svolitla stund, en gafst svo
upp. Forvitni mín var vöknuð, því að
hér gat naumast verið um tilviljun eina
að ræða, svo að ég bað um að fá að
reyna.
Það var faiið með mig eins og hann.
Ég sá ekki ljósglætu og hvíldi hugann
svo sem mér var kostur. Smátt og smátt
var eins og mér væri vísað til vegar, þar
til eftir fáeinar mínútur að hönd mín
greip unt epli. Ég vissi að ég hafði val-
ið hinn rétta hlut, enda vantaði ekki
undrunar- og fagnaðarlæti áhorfend-
anna.
Ég hef gert þessa tilraun oft síðan
og heppnast oftar en mér hefur mis-
heppnazt. En sumt fólk er ekki sam-
taka, og þá er eðlilegt að hugaraflið
leiðbeini ekki vel, enda halda margir
að þetta sé venjuleg brella.
(K. B. fones, Carby, Northants).
18
HEIMILISRITIÐ