Heimilisritið - 01.03.1951, Side 21

Heimilisritið - 01.03.1951, Side 21
UM KVÖLDIÐ logaði glatt í arninum. Ofelía, stóra, danska tíkin lá sofandi fram á lappir sínar fyrir framan glóandi ar- ingrindina, og Rufus, mjóhund- urinn, lá rétt hjá stól Bobs. Við heyrðum storminn æða úti. Það var eins og húsið væri virki, öruggt gegn árásinni. Bob las og ég prjónaði, og við hefðum verið fullkomlega ham- ingjusöm, ef við hefðum ekki verið svo dauðástfangin hvort af öðru — og Bob hefði ekki verið kvæntur Sally. Mér kom ekki til hugar að trúa því eitt andartak, að Sally væri hjá móður sinni, þrátt fyrir dagleg bréf með Sussex póststimpli. Ég trúði ekki, að móðir hennar væri veik. Sally var nýkomin úr tveggja vikna Sally, hýr frá kampavíni og dansi, grunlaus og . . . snöruð. ferð til London, þegar símskeyt- ið kom. Frú Wendell hylmaði án efa yfir með henni. Ég veit ekki, hvenær Bob varð ástfanginn af mér, en ég held ég hafi ekki verið meira en einn dag að átta mig á til- finningum mínum gagnvart honum. Hann mætti mér á stöð- inni, þegar ég kom til að vinna hjá honum sem einkaritari, og jafnvel þá var sem ég hitti fornan kæran vin. Um kvöldið sagði hann mér frá rannsókn- um þeim, sem hann var að HLATURI ÚTVARP STUTT SMÁSAGA EFTIR Phyllis Duganne HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.