Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 26

Heimilisritið - 01.03.1951, Síða 26
------------------------------------------------------------------------ BARDAGI. — Drcymi mann, að hann lcndi í bardaga, boðar það honum örðuglcika og skaða. Sigri hann, mun hann brátt standa jafnrcttur eftir scm áður. Dreymi ástfangna pcrsónu að hún sé í bardaga, mun hún mega reikna mcð því, að vegur ástarinnar vcrði ekki ávallt blóm- um stráður. BARN. — Ef þig dreymir, að barn komi blaðskellandi til þín, er það ham- ingjutákn fyrir þig. Drcymi þig að þú sért umkringd(ur) af börn- um mun þig aldrei skorta hamingju né vini. Að dreyma að maður sé viðstaddur barnsfæðingu boðar giftingu alveg á næstunni. Hins- vegar cr það ills viti að sjá í draumi barn dcyja; þá muntu eiga eftir að þola þungar raunir. Giftum konum er fyrir góðu að dreyma að þær ali barn, en ógiftum cr það fyrir crfiðleikum í ástamálum. Að fæða sveinbam er fyrir vclheppnuðum áformum, en að dreyma stúlku- börn er hinsvegar sjaldan fyrir góðu. Það er fyrir lítilsvirðingu að drcyma sig aftur vera orðinn barn. Að sjá í draumi börn, sem mað- ur þekkir, óeðlilega stór eða með mikinn hárvöxt, er þeim fyrir veik- indum. Ogiftu fólki er það fyrir giftingu, að vera viðstatt bamsskírn í draumi. Heyra barn gráta: mótlæti. Heyra barn hlæja: merki um drenglynda vini. (Sjá Bernska). BARNFOSTRA. — Það er fyrir góðu að dreyma barnfóstm eða hjúkrunar- konu, einkum ef hún er holdug og hýr. Margir telja það vera fyrir því, að dreymandinn muni eignast barn í lausaleik. BASSI. — Að heyra drynjandi bassarödd í draumi er fyrir óþægilegum fréttum. BÁTUR. — Dreyrni mann, að hann sé með flcira fólki í bát og allt sé í lagi, er það fyrir góðu. Þykist dreymandinn verða æstur cða reiður, er það ills viti. Finnist honum hann vera einn og yfirgefinn í bátnum, er það fyrir missi vafasamra vina. Hrekjast í bát langt út á hafi: lífs- hætta eða feigð. Brotinn bátur: Aflalcysh Bátur með svörtum seglum: slysfarir cða manntjón. Að dreyma bát á hvolfi, er fyrir vondu. BEIN. — Að dreyma bein cr fyrst og frcmst aðvörun um að Iáta ekki blekkja sig eða kúga. Gættu þess að gefa ekki tilefni til þess að það. takist. Ef kjöt er á bcinunum, geta þau þó táknað fjárgróða. Dreymi þig bera hauskúpu, muntu hljóta erfðafé, eða lenda í ástarævintýri mjög fljótlega. Beinagrind boðar langlífi, eða þá að einhver er skotinn í þér og langar til að kynnast þér betur. BEITARLAND. — Sjá Hagi. BEIZLI. — Það er manni fyrir ábata, að dreyma að hann ríði við sterkt bczli, en séu taumarnir slitnir, er það fyir vonbrigðum. BEKKUR. — Ef þig dreymir að þú sitjir úti á bekk, er staða þín ekki e:ns örugg og þú hefur haldið. Þessi draumur getur táknað óhreinlyndi og sviksemi. BELTI. — Það er góður draumur, að vera að spenna á sig belti — lífið 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.