Heimilisritið - 01.03.1951, Page 31

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 31
Svefnpurkurnar þrjár bærðu ekki á sér, ég hraðaði mér til ungu stúlkunnar og sagðiíflýti: — Afsakið, ungfrú, viljið þér ekki vera svo góðar að fara úr lestinni hérna — Það leit út fyrir að hún hefði einnig fundið nærveru dauðans. — Kannske hafði hún einnig uppgötvað líkið, því hún stóð upp án þess að mæla orð frá munni og fylgdi mér eftir. Þegar við stóðum á brautar- pallinum og horfðum á lestina renna burt, sneri ég mér að henni: — Jæja, ungfrú, ég yeit ekki hvort þér veittuð því eftirtekt, en ef svo er ekki, verð ég að gefa yður skýringu á framferði mínu. Tókuð þér ekki eftir því, að einn af hinum sofandi mönn- um var — dauður — steindauð- ur — myr$ur með köldu blóði? Hæðnissvipur kom á hið fríða andlit hennar um leið og hún muldraði kaldranalega: — Almáttugur! var það allt og sumt, sem þér vilduð mér? Og ég sem ætlaði með lestinni alla leið út í Brooklyn!! ENIíIR RÁÐ VIÐ FÓTAKULDA Maður nokkur kom til læknis og bað hann urn eittbvað við fótakulda, cr einkunr gerði sér óþægindi á kvöldin, þegar hann væri kominn upp í. Læknirinn lét hann fá áburð, sem skyldi borinn á fæturna hvert kvöld. En viku síðar kom maðurinn aftur og kvaðst ekki vcra hóti skárri. Læknirinn ráðlagði honum nú að fara í fótabað á hverju kvöldhog lét hann hafa duft, sent hræra átti út í baðvatnið. Viku síðar kom mað- urinn enn og fullyrti að lyfið væri gagnslaust. Læknirinn, sem var glettinn og frjáls í tali, segir þá við manninn: „Jæja, þá get ég víst lítið hjálpað með lyfjum. En farið þér bara að eins og ég. Sjálfum er mér oft kalt á fótunum, þegar ég kem upp í á kvöldin. En vitið þér hvað ég geri? Ég sting bara fótunum inn á konuna mína, því í hennar rúmi er alltaf hlýtt. Farið þér að mínum ráðum og sjáið til, hvort þetta ráð er ekki öruggt.“ Maðurinn var hugsi nokkra stund, en sagði svo vandræðalega: „Hm — já — það má vel vera að þetta reynist vel. — En vilduð þér ekki segja mér, hvenær frúnni muni vera það hentugast," HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.