Heimilisritið - 01.03.1951, Page 32

Heimilisritið - 01.03.1951, Page 32
VILL FÁ FALLEGT HÁR Sp.: Kæra Eva mín. Hvað á ég að gera til að fá failegt hár? Ég er hrædd- ur um að ég sé að verða sköllóttur. /• /• « Sv.:Fyrst og fremst skaltu sápuþvo hárið vikulega og nudda hársvörðinn daglega. Ennfremur er nauðsynlegt að bursta hárið á hverjum degi. Hundrað strokur á dag er góð tala. Ef hárið er þurrt skaltu nudda hárfeiti í hársvörð- inn, en ef það er fítugt skaltu nota hár- spíritus. Sértu að missa hárið, er ráðleg- ast að leita til húðsjúkdómalæknis. Ef til vill getur hann verið þér hjálplegur. HÚN ROÐNAR Sp.: Elsku Eva. Þakka þér kærlega fyrir allan fróðleikinn, sem þú færir mér og öðrum í dálkunum þínum. En nú langar mig til að biðja þig um ráð. Ég roðna svo skelfilega, þegar sízt skyldi. Mér þykir þetta svo leiðinlegt, °g trcysti þér til að vera mér nú ráðholl. G. J. Sv.: Reyndu að taka inn kalktöflur eða taugaróandi lyf. Annars cr rétt af þér að tala við lækni um þetta. GULAR TENNUR Sp.: Hvernig á ég að fara að til að fá hvítar tennur? Ég bursta þær dag- lega, en þær eru samt heiðgular. Getur það stafað af reykingum? Og ef svo er, finnast þá nokkur ráð til að hvítta þær? A. Sv.: Já, miklar reykingar gera tenn- urnar gular. En hér er ráð til að afmá tóbaksguluna: Burstaðu tenurnar upp úr 3% vatnssýrlingsupplausn (brintover- ilte), blanda eina teskeið af því í glas af vatni. Einnig geturðu búið til tann- duft, sem ágætt er að nota. Uppskrift- in er þessi: 35 g krítarduft, 15 g kaolin, 7 g zinkhvítt, 7 g vikurduft ( (pimpst- senspulver) og 7 g beinamjöl. ÞÓFNUÐ ULLARFÖT Sp.: Kæra Eva. Ég er svo óheppin, að það þófnuðu hjá mér prjónuð ullarföt í síðasta þvotti. Geturðu hjálpað? Sigfríður. Sv.: Þetta getur Iagast, ef þú lætur tæpan bolla af ediki út í þvottavatnið. Nuddaðu fötin ekki, heldur skaltu kreista þau milli fcngranna. Þau verða líka bragglegri ef þú Iætur svolítinn salmíaksspíritus út í sápuvatnið. Þeg- ar þú þurrkar prjónafatnað, skaltu vefja hann inn í dagblaðapappír en hengja hann helzt ekki upp. SVÖR TIL ÝMSRA Til „Lindn': — Ef pilturinn hefur einhverra hluta vegna ekki tjáð þér ást sína ennþá, get ég því miður ekki haft nein áhrif á hann í þá átt. Kannske er hann feiminn við að segja það. Ef til vill ættir þú ekki heldur sjálf að leyna hann tilfinmngum þínum. Gríptu næsta góða tækifærið til að gefa honum ást þína í skyn, eða láta hann finna, að þú reiknar með áframhaldandi sambúð 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.